Um órannsakanlegar vegleysur almættisins

Á ýmsum kristlingavefsíðum sem bera heiti á borð við „god hates america“, „god hates fags“ og annað álíka kærleiksríkt, er þeirri skoðun lýst að flóðbylgjan þann 26. des sé svar Guðs við hnignandi siðferði. Þessar hörmungar eiga þannig að vera svar Guðs við klámiðnaðinum, kynlífsþrælkun, barnavændi og öðrum sora. Allt er þetta svo rökstutt með beinum tilvitnunum í Biblíuna enda margt að finna í henni sem mælir með þeirri skoðun að Guð sé ekki bara haldinn taumlausri árásarhneigð heldur einnig álíka siðblindur og aðstandendur umræddra vefsíðna.
Á síðunni God Hates Sweden er jafnvel beðið fyrir því að 20.000 Svíar láti lífið. Guð hlýtur að heyra þær bænir eins og aðrar, enda eru þær sjálfsagt bornar fram í miklum bænarhita og einlægni.

Já vegir Guðs eru sannarlega órannsakanlegir. Allavega finnst fólki sem hefur tileinkað sér rökhugsun að nokkru marki það fremur mótsagnakennt svar við ástandinu í Tailandi að drepa hundruð smábarna (varla bera þau ábyrgð á sódómskunni) og skapa aðstæður sem auðvelda glæpamönnum að hneppa bæði börn og fullorðna í kynlífsþrælkun og aðra ánauð. Maður veltir því svona fyrir sér hvort þeir sem á hann trúa spyrji sig ekki að því með hverjum hann standi eiginlega. En kannski sá hann það ekki fyrir sér blessaður karlinn að skúrkarnir sem hann ætlaði að refsa myndu snúa svona á hann.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago