Trúin læknar nottula allt

Reyndar vildi ég miklu frekar að trúboðar beindu áróðri sínum að slagsmálahundum og fyllibyttum en að börnum í leik- og grunnskólum en mér finnst samt eitthvað óhuggulegt við að fá staðfestingu á því að yfirmaður hjá lögreglunnii álíti trúboð gott stjórntæki.

Vinkona mín varð fyrir alvarlegu bílslysi í fyrra og hefur átt við þráláta verki að stríða síðan. Um daginn fór hún til læknis og bað um sterkari verkjalyf. Nú vill svo til að fyrir 15 árum var hún í óreglu og væntanlega í tilefni af því spurði læknirinn hana hvort hún héldi ekki að hún hefði meira gagn af AA fundum en verkjlyfjum. Óháð því hvort er einhver ástæða fyrir hugmyndum hans um að hún ætli að misnota lyfin (mér finnst sjálfri eðlilegt að treysta fólki sem hefur tekið ábyrgð á lífi sínu í 15 ár) er með öllu óþolandi að fólki sem leitar til læknis sé vísað á sértrúarsöfnuð. Að sama skapi vil ég að löggæslan sinni sínu starfi án aðstoðar trúboða.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago