IWW stendur fyrir Industrial Workers of the World,eða Heimssamband verkafólks. Samtökin voru stofnuð í Bandaríkjunum 1905 og skiptu sköpum fyrir verkalýðsfélagavæðingu 20. aldar. Enn í dag er Heimssamband verkafólks starfandi í mörgum löndum, þar á meðal á Íslandi.

Samtökin byggja á þátttökulýðræði og eru rekin af félagsmönnum en ekki af launuðu starfsfólki eða verkalýðsforingjum. Liðsmenn hreyfingarinnar telja hlutverk verkalýðsfélags ekki vera það að koma til bjargar eftir að brotið hefur verið á starfsfólki heldur að koma í veg fyrir að það gerist. Samtökin skipuleggja starf sitt þessvegna inni á vinnustaðnum. Engir utanaðkomandi geta tekið ákvarðanir um það hvenær á að fara í verkfall, ljúka verkfalli, eða grípa til nokkurra annarra aðgerða á vinnustað. Heimssamband verkafólks er eina verkalýðsfélagið á Íslandi sem hefur það að markmiði sínu að uppræta kapítalisma.

Heimssamband verkafólks á Íslandi hyggst senda nokkra liðsmenn sína til Þýskalands seinni partinn í júlí, þar sem þeir munu sitja námskeið í skipulagningu vinnustaða og verkalýðsfélaga sem vinna eftir þessari hugmyndafræði. Nokkrar frábærar hljómsveitir hafa ákveðið að leggja verkefninu lið með því að halda styrktartónleika í kvöld, miðvikudagskvöld.

Tónleikarnir fara fram á Gamla Gauknum, 25. júní
Tryggvagata 22, 101 Reykjavík

Fram koma:
Just Another Snake Cult
Dreprún
Loji
Kælan Mikla
Mammút
Tónleikarnir hefjast kl 20.00
Miðaverð: 1000 kr.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago