Til heiðurs Bobby Fisher

Ég hebbði nú haldið að tilgangurinn með því að hola einhverjum niður á Þingvöllum væri sá að heiðra minningu manns sem hefur lagt eitthvað sérlega markvert til íslenskrar menningar. Það er allavega þessvegna sem Einar og Jónas voru grafnir þar. Þeir voru þjóðskáld. Það merkir að skáldskapur þeirra átti stóran þátt í því að móta sjálfsmynd Íslendinga sem þjóðar sem og ímynd okkar út á við. Auk þess var skáldskapur helsta útflutningsgrein okkar um aldir og bókmenntir og fræði eru uppistaðan í menningararfleifð okkar.

Hefur þessi útlenski skákmaður haft einhver sérstök áhrif á íslenska menningu eða ímynd? Óekkí. Helsta afrek Bobby Fisher í þágu Íslands og Íslendinga voru þau ummæli hans að skyr væri gott. Sem ég viðurkenni að var ósköp sætt af honum. Það væri því viðeigandi, fyrst aðdáendaklúbbi BF þykir ekki nógu fínt að grafa hann meðal bænda, sjómanna og annarra þeirra sem unnu fyrir landið og greiddu því skatt í marga áratugi, að heiðra hann með því að grafa lík hans á lóð Mjólkursamsölunnar.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago