Ég kann ráð gegn ruslpósti. Almenningur sameinist um að safna öllum ruslpósti sem berst inn á heimilin í einn mánuð og sturta honum fyrir framan dyrnar hjá því fyrirtæki sem hefur sent mest af rusli. Næsta mánuð er svo annað fyrirtæki valið.

Æ, nei, þetta er víst ekki hægt. Við búum í ríki hins vel alda svíns. Samtakamáttur er einfaldlega ekki til.

Hér er aðgerð sem ég garantera að ber árangur:

  1. Skrifaðu orðsendingu þar sem fjölpóstur er afþakkaður.
  2. Vaknaðu kl 5:20, klæddu þig til útivistar og stattu bréfberann að verki.
  3. Rífðu hurðina upp um leið og ruslið kemur í lúguna og bjóddu góðan dag. Opnaðu augun dálítið meira en venjulega og brostu mjög breitt, þannig að tennurnar sjáist vel.
  4. Spurðu bréfberann hvort hann kunni að lesa og biddu hann að lesa tilkynninguna upphátt. Haltu brosinu.
  5. Segðu lágt, með sykursætum rómi (Því ekki viljum við nú hræða hann); ég veit hvar þú átt heima gæskur og ef þú setur meira rusl í lúguna mína, þá mun ég safna öllum ruslpósti í þessu hverfi og bera hann heim til þín.
  6. Farðu svo í gönguferð og veldu sömu leið og bréfberinn gengur. Taktu þér stutta hvíld við stór hús þar sem bréfberanum kann að dveljast. Ekki ljúka gönguferðinni fyrr en bréfberinn hefur lokið starfi sínu.

Þetta virkar. Það virkar ekki að senda skriflega tilkynningu um það sama til forstjóra fyrirtækja sem senda út ruslpóst, ég hef reynt það. En að kalla bréfberann til ábyrgðar, það virkar. Ömurlegt að þurfa að fara þá leið en það er mun vænlegra til árangurs en að reyna að fá nágrannana í lið með þér.

P.S. Ef maður nennir ekki í morgungöngu væri reynandi að safna svosem eins og 50 aukakílóum og taka á móti bréfberanum á nærbuxunum einum fata. Eða án þeirra.

 

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago