Síðustu klukkustundir hefur rignt yfir mig pósti frá fólki sem vill fá aðgang að skýrslunni um Búsáhaldabyltinguna. Þann áhuga skil ég vel, enda hef ég nú barist fyrir því í tvö ár að fá hana afhenta. Aldrei fór ég þó fram á að fá hana afhenta án þess að persónuverndarsjónarmiða væri gætt og hefur það ítrekað komið fram í skrifum mínum til lögreglunnar, Úrskurðarnefndar um upplýsingamál og Umboðsmanns Alþingis, sem og í pistlaskrifum, að ég hafi fullan skilning á nauðsyn þess að afmá persónuupplýsingar og hugsanlega eitthvað fleira.

Þegar ég frétti af því að Úrskurðarnefnd hefði mælt fyrir um að ég ætti að fá afrit af skýrslunni fór ég fram á það við lögregluna að fá afrit. Það barst mér í dag og eins var það sent á fjölmiðla. Úrskurðarnefnd hafði í raun unnið nánast alla vinnuna fyrir lögregluna, með því að mæla nákvæmlega fyrir um hvað ætti að strika út.

Ekki fórst lögreglunni verkið betur úr hendi en svo að „útstrikanirnar“ eru í raun ekkert annað en svartur grunnur. Þannig þarf ekki annað en að merkja textann til þess að sjá hvert einasta nafn og kennitölu.

Um er að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar sem að mati Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, eiga ekki erindi við mig eða aðra almenna borgara. Af þeim sökum vil ég ekki gera þetta gallaða skjal opinbert. Ég bið því áhugasama að sýna biðlund þar til ég hef gengið þannig frá skjalinu að þessar upplýsingar séu ekki greinanlegar.

Ég velti því svo fyrir mér hvort fólk sem er hvorki treystandi til þess að afhenda upplýsingar sem almenningur á rétt á,  né treystandi til þess að afmá trúnaðarupplýsingar sem almenningur á ekki rétt á, þyrfti kannski frekar að læra á tölvu en hríðskotabyssu.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago