Þeir stóðu sig vel við erfiðar aðstæður. Kastljóssmenn.

Maður er látinn. Féll fyrir byssuskoti lögreglu. Fjölskylda mannsins í sárum, nágrannarnir í áfalli. Og löggan líka. Það hlýtur að vera áfall að verða mannsbani jafnvel þegar það er óhjákvæmilegt.

Var það óhjákvæmilegt? Því hefur ekki verið svarað og þar sem lögregla neitar að gefa nokkrar upplýsingar sem gæti varpað ljósi á málið, verður ekki annað sagt en að Kastljóssmenn hafi staðið sig vel við erfiðar aðstæður í gærkvöld. Þeim tókst að finna mikilvægan flöt á málinu og umfjöllun Helga Seljan og viðmælenda hans var afar fróðleg. Ég er mjög fegin því að Helgi Seljan sé ekki meðal þeirra sem fengu reisupassann í síðustu viku.

Þrátt fyrir óbeit mína á þeirri stofnun sem lögreglan er, finn ég til samúðar með manninum sem skaut, því vel má vera, og er reyndar líklegast, að sá sami beri enga ábyrgð á því hvernig var að verki staðið. Eftir sem áður stendur sú staðreynd að maður er látinn að óþörfu. Að óþörfu segi ég, því enda þótt komi í ljós að við þessar aðstæður hafi lögreglan ekki átt annars úrkosta en að skjóta, þá var ekki óhjákvæmilegt að láta afskiptalausar ítrekaðar kvartanir um hótanir hans og fullyrðingar hans um vopnaeign sína.

Það hefur ekki vafist fyrir lögreglunni hingað til að ráðast inn á heimili eftir ábendingar um fíkniefnaeign. Fyrir nokkrum vikum var gerð húsleit hjá konu í Vestmannaeyjum eftir að fundust á henni tvær maríjúana vefjur. Það hefur ekki vafist fyrir lögreglunni að ráðast inn í húsnæði vélhjólaklúbba þótt enginn hafi lagt fram kæru. Það þykir ekki vafasamt að ráðast með ofbeldi inn á dvalarstaði flóttamanna og draga þá út á nærbuxunum.  Það þarf enga formlega kæru til þess að löggan ráðist inn í iðnaðarhúsnæði þegar einhver telur sig finna lykt af kannabisplöntum. Það er því fráleitt að ástvinir eigi að þurfa að leggja fram formlega kæru til þess að vitjað sé um mann sem full ástæða er til að ætla að sé stórhættulegur.

Ef lögreglan hefði sinnt ábendingum ættingja og nágranna mannsins, hefði sennilega verið hægt að koma í veg fyrir þá hörmulegu atburði sem leiddu til þess að maður var skotinn til bana. Sem leiddu til þess að lögregluþjónn situr ævilangt uppi með þann kross að hafa orðið manni að bana. Lögreglan verður að svara því hversvegna í ósköpunum þessum ábendingum var ekki sinnt.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago