06:00: Sérsveitarmenn beita gasvopnum. Maðurinn hleypir af skotum út um glugga íbúðarinnar í framhaldinu. Ekkert gengur að hafa samband við manninn. Þegar sérsveitarmenn fara inn í íbúðina öðru sinni skýtur hann á þá og hæfir höfuð eins þeirra. Sjá hér.

Klukkan 7:34 er maðurinn kominn upp á slysadeild og búið að aflýsa hættuástandi.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu taldi lögregla á þessum tímapunkti yfirgnæfandi líkur á að maðurinn hefði svipt sig lífi. Hvellur hefði heyrst frá íbúðinni og ekkert samband náðst við hann í tvo klukkutíma. Sjá hér.

Það tók lásasmiðinn 20 mínútur að komast inn. Það hefur því í allra síðasta lagi verið klukkan 7:10 sem ákveðið var að brjótast inn til hans. Samkvæmt því hefur ekkert heyrst frá íbúðinni frá kl 5:10.

Hvor fréttin er röng? Hvenær fáum við skýringar á þessu misræmi?

—–

Uppfært:

Mbl.is er svo með eina útgáfuna enn

Í fyrstu taldi lögregla mögulegt að maðurinn hefði framið sjálfsvíg í íbúðinni og opnaði dyrnar að íbúðinni til að kalla inn til hans. Maðurinn skaut þá úr haglabyssu á lögreglu, skotið hæfði skjöld eins lögreglumannsins sem kastaðist við það aftur á bak niður stigann.

Systkinin telja að lögreglumennirnir hafi verið í íbúðinni frá um klukkan 3.30 til um 5, þegar liðsmenn sérsveitar ríkislögreglustjóra fylgdu þeim út. Sjá hér.

Það var samkvæmt þessu milli 3 og 5 sem þeir töldu hann hafa fyrirfarið sér.  Hvað er rétt?

Eru fjölmiðlar með allt niður um sig? Er virkilega enginn sem hefur yfirsýn yfir þær upplýsingar sem hafa komið fram og sér um að leita skýringa?

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago