Morðsveitir Nató brytja niður pakistanska hermenn með stuðningi og blessun Íslendinga. Menn sem hafa ekkert gert á okkar hlut og sem okkur hefur aldrei staðið nein ógn af. Eigum við að rifja upp kosningaloforð VG?

Ekki mæli ég Talíbum bót. Ekki er ég hrifin af þeim stjórnháttum sem Quaddafi viðhafði og ekki vildi ég lifa undir Bashar Al-Assad. Mér finnst það aumt lýðræði sem viðgengst á Vesturlöndum en þó myndi ég þúsund sinnum taka það fram yfir einræði. Satt að segja botna ég ekkert í því að nokkrum geti þótt fámennisstjórn sniðug hugmynd.

En þetta snýst ekki um mig og minn smekk. Þetta snýst um líf fólks sem hefur allt aðrar hugmyndir um hamingjuna, fólks sem hefur alls ekki beðið um neina hjálp til að koma á lýðræði og því síður um margra ára stríð og hörmungar.

Guðjón Heiðar Valgarðsson hefur tekið saman töluvert magn upplýsinga sem sýna fram á það hvernig rangfærslur og blekkingar eru notaðar til þess að réttlæta aðgerðir Bandaríkjamanna og Nató í Líbíu og Sýrlandi. Það er ekki annað að sjá en að þeir séu afskaplega fáir sem kæra sig um frelsunina. Hér er stutta útgáfan og hér er ýtarlegri umfjöllun. (Hvort er fallegra að skrifa ýtarleg eða ítarleg?) Stríðið í Afganistan hefur heldur ekki fært íbúum lýðræði og megn óánægja ríkir með það stjórnarfar sem nú er við lýði þar. Þúsundir manna falla þar árlega, meirihlutinn almennir borgarar. Margir þeirra amerísku hermanna sem hafa látið lífið í Afganistan voru í ósköp svipaðri aðstöðu og austurlenskar konur sem ferðast til Vesturlanda til að vinna við vændi, þ.e.a.s. bláfátækir, ómenntaðir og sáu herþjónustu sem leið út úr ömurlegum aðstæðum sínum. Þeir eru hinsvegar ekki álitnir fórnarlömb heldur hetjur.

Umburðarlyndi mitt gangvart aðild Íslendinga að Nató fer þverrandi. Þótt nú sitji við völd stjórnmálaflokkur sem lýsir yfir þeirri stefnu að Ísland skilu standa utan hernaðarbandalaga, hillir ekkert undir að sá draumur verði að veruleika og margra áratuga friðsamleg mótmæli hafa engu skilað, þvert á móti verða hendur okkar æ blóðugri. Það væri fjári kaldhæðnislegt ef hernaðarandstæðingar þyrftu að grípa til hernaðaraðgerða til að stöðva þennan ósóma en þar fyrir utan er ólíklegt að þeir hafi yfir að ráða neinum öflugri vopnum en skyri og sleif.

Hversu lengi ætla Íslendingar að taka þátt í þessum slátrunum? Væri ekki í alvöru talað viðeigandi að spyrja fólk álits áður en menn vaða af stað og leggja lönd þess í rúst í þeim tilgangi að bjarga því? Eða er tilgangurinn kannski einhver allt annar?

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago