Vinsamlegast lesið þetta sem og önnur skrif Teits um málefni flóttamanna. Lesið einnig svar UTL sem lýsir sérstökum fögnuði yfir því að Teitur og Baldur (menn sem líkur eru á að einhver taki meira mark á en hernaðarandstæðingum og anarkistum) skuli vera farnir að gagnrýna stofnunina. Eflaust er gleði þeirra ósvikin, sennilega bara skálað í vikulokin fyrir þessari æðislegu auglýsingu.

Teitur hefur ekki enn fengið upplýsingar um afdrif íranska parsins og ef þetta væri eitthvað einstakt dæmi þá væri nú hægt að halda andlitinu með því að biðja þau afsökunar og bjóða þeim hæli. Þetta er hinsvegar bara standard meðferð á flóttafólki, það er meðhöndlað sem glæpamenn þar til það getur sannað sögu sína og takist það ekki er það látið hverfa og velunnarar þess fá aldrei neinar upplýsingar um hvað varð af því.

Í svari UTL er bent á nauðsyn þess að ræða þessi mál af „skynsemi“ einmitt í beinum tengslum við þá spurningu hvort ekki væri heppilegra að vista flóttamenn á höfuðborgarsvæðinu í stað þess að halda úti flóttamannabúðum í Reykjanessbæ. Það þarf ekki sérstaka skynsemi til að sjá að það fyrirkomulag þjónar ekki hagsmunum flóttamanna. Það er hinsvegar skynsamlegt fyrir valdastofnun sem byggir á rasískum grunni og vinnur eftir þeirri hugmyndafræði að flóttamenn skuli teljast glæpamenn, sníkjudýr og vandræðafólk þar til þeim tekst að sanna sögu sína, að hafa þá staðsetta úti í rassgati þar sem auðveldara er að fylgjast með þeim og flóknara fyrir þá að láta sig hverfa.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago