Þrátt fyrir síaukna andúð mína á lögreglunni og andstyggð á ofbeldi, finnst mér í ákveðnum tilvikum réttlætanlegt að lögregla beiti ofbeldi að vissu marki. T.d. til að yfirbuga vopnaðan mann sem ógnar öðrum eða stöðva einhvern í því að ganga í skokk á annarri manneskju.

En að kalla það meðalhóf að bókstaflega rífa hús (sem ekki hafði fengist leyfi til að rífa) utan af óvopnuðu fólki, slá það með kylfum, úða yfir það eitri (sem að sögn þeirra sem fyrir urðu er eitthvað annað og sterkara en sá piparúði sem hingað til hefur verið notaður til að pína aktivista) slá höfði utan í vegg með þeim afleiðingum að brotnaði upp úr tönn og manneskjan missti meðvitund og fjarlægja spelkur af beinbrotnum manni, það er auðvitað fráleitt.

Það er aldrei ástæða til að beita ofbeldi gegn fólki sem ekki gerir árás að fyrra bragði. Fólk sem fer inn í hús mun fyrr eða síðar koma út aftur. Drukkið fólk mun fyrr eða síðar kasta af sér þvagi án þess að þvaglegg sé þröngvað inn í líkama þess með valdi. Fólk sem klifrar upp í krana mun koma niður aftur.

Í slíkum tilvikum er aðeins einn tilgangur með lögregluofbeldi og hann er sá að sýna vald sitt.

Hústakan á Vatnsstíg var pólitísk aðgerð gegn yfirgangi auðvaldsins. Umrætt hús var ekki heimili neins. Það var keypt í þeim tilgangi að misnota eignarréttinn til að valta yfir annað fólk. Eftir að núverandi eigandi keypti húsið, leigði hann hluta þess ógæfufólki, sérstaklega í þeim tilgangi að þrýsta á nágrannanna að selja sínar íbúðir. Hann keypti á stuttum tíma öll húsin sömu megin götunnar milli Laugavegar og Hverfisgötu en fékk ekki leyfi til að rífa þau. Hann tók þá hitann af húsunum með það að markmiði að eyðileggja þau svo auðveldara reyndist að fá leyfi til að rífa þau og reisa verslunarmiðstöð í staðinn. Engin leið hefur verið að fá þetta hús leigt. Hér má sjá eina frásögn manns sem gerði tilraun til þess.

Í skjóli eignarréttarins
-eyðileggur verktakinn menningarverðmæti
-hrekur íbúa úr götunni
-lækkar fasteignaverð í hverfinu
-valtar yfir skipulagsráð og ráðskast með útlit miðbæjarins
-hrekur fyrirtæki úr miðbænum með því að koma á samkeppni sem gerir út af við þau
-skapar hættu með því að láta grotnandi hús standa auð

Svarið við slíkri vanhelgun á eignarréttinum er hústaka og þekkist víða um heim. Ástæðan fyrir framgöngu lögreglunnar í þessu máli var ekki sú að almenningi stæði nein ógn af þessu fólki. Auðvaldinu stendur hinsvegar ógn af fólki sem setur nýtingarréttinn ofar réttinum til að eyðileggja og gjafarétt ofar gróðarétti.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago