Egill Helgason ympraði á því svona í framhjáhlaupi.

Annars hafa fjölmiðlar kallað Noam Chomsky mesta hugsuð samtímans, áhrifamesta þjóðfélagsrýninn, einn vinsælasta álitsgjafann, þeir hafa jafnvel kallað hann aktivista þótt hann hafi nú lengst af verið meiri hugmyndfræðingur en aktivisti.

Af einhverjum dularfullum ástæðum virðist það vera einhverskonar feimnismál að Noam Chomsky, vinsælasti spekingur samtímans er anarkisti. Hefur m.a.s. lýst sjálfum sér sem anarco syndicalista. Af einhverjum undarlegum ástæðum er eins og megi alls ekki minnast á að samfélagsrýni hans ber öll meiri eða minni (aðallega meiri) keim af þeirri skoðun að yfirvald sé almennt til óþurftar og að hann telur yfirvald eingöngu eiga rétt á sér í þeim tilgangi að vernda og hjálpa, t.d. vald til að bjarga lífi manns sem er ekki í ástandi til að gefa samþykki.

Af einhverjum ástæðum nefnir enginn að andúð Chomskys á hernaði, áhugi hans á mannréttindum og tjáningarfrelsi, gagnrýni hans á stóriðju, þjóðernishyggju og jafnvel þjóðríkið og sú skoðun hans að kapítalismi og lýðræði fari illa saman, eru hugmyndir sem flestir anarkistar eiga sameiginlegar (enda þótt vitanlega deili fleiri einhverjum þessara hugmynda eða öllum.)

Nú er Chomsky sjálfur ekkert sérlega gefinn fyrir merkimiða og þótt öll hans orðræða beri þess merki að hann er anarkisti þá er hann ekkert að stagast á því sjáfur. Engu að síður eru íslenskir fjölmiðlar almennt frekar áhugasamir um stjórnmálaskoðanir mikilla áhrifamanna og því hlýtur sú spurning að vakna hvers vegna Íslendingar virðast forðast að nefna þá mikilvægu staðreynd að Noam Chomsky er anarkisti.

Líklega er það vegna þess að hann er hvorki með hanakamb né groddalokka og klæðist ekki fötum sem frænka hans keypi á nytjamarkaði og henti svo þegar hún úrskurðaði þau ónýt 6 árum síðar. Það er nokkuð ljóst að virðulegur, eldri prófessor í kaðlaprjónspeysu getur varla verið anarkisti. Ekki fremur en íslenskir góðborgarar geta verið nazistar nema bera hakakross. Eða ef hann er nú samt anarkisti, þá er allavega eins gott að nefna það ekki, því ekki viljum við nú koma óorði á fordóma Íslendinga gagnvart anarkisma.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago