Fjórir af hverjum 10 þjást af geðsjúkdómum segja þeir. Samkvæmt þessu getum við reiknað með að 25 þingmenn séu geðveikir.

Ég hef löngum haldið því fram að ég sé sú eina í minni fjölskyldu sem nálgast það að vera normal og rennir þessi viðamikla könnun stoðum undir þá tilgátu að ef einhver er ekki eins og ég, þá bendi það til þess að eitthvað mikið sé að þeim sama.

Hvað er annars geðsjúkdómur? Er aðstæðubundin óhamingja þunglyndi? Er það geðveiki að þurfa tvisvar á ævinni að fá svefnlyf í nokkrar vikur eða hversu oft og lengi þarf maður að vera andvaka til að það teljist geðrænt vandamál? Er maður geðveikur ef maður þjáist af kvíða þegar líf manns er í rúst eða er kvíðinn ekki sjúklegur nema ástæðurnar séu óljósar?

Ætli þessar niðurstöður eigi við um það hvaða geðveilur eru að angra fólk akkúrat í augnablikinu eða eru þeir sem einu sinni á ævinni hafa notað þunglyndislyf (hugsanlega án þess að þurfa á þeim að halda) taldir geðveikir? Eru óvrikir alkóhólistar (semsagt heilbrigt fólk sem yrði væntanlega veikt ef það tæki upp á því að fá sér vænan slurk af eitri) taldir til geðveikra?

Hvað ætli sambærileg könnun segði um líkamlega sjúkdóma? Væri ekki meirihlutinn líkamlegir sjúklingar ef allt sem skerðir fullkomna líðan okkar væri skilgreint sem sjúkdómar? Hafa ekki allir sem komnir eru yfir tvítugt einhverntíma orðið eitthvað lasnir? Er þeir þar með sjúklingar?

Ef öll frávik í hegðun og háttum og öll andleg vanlíðan er talin sjúkleg, þarf þá ekki líka að greina það sem sjúkdóma að vera svipljótur, hafa óþægilega mikinn skeggvöxt, 3ja vikna tíðahring, naglbönd upp á miðjar neglur eða hvað annað sem veldur manni ama?

Eða er þetta virkilega bara svona? Eru 4 af hverjum 10 geðveikir? Það gæti reyndar skýrt margt.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago