Í bloggpistli dagsins dregur Vélstýran upp hroðalega mynd af veröld án áls.

Ég er nokkuð oft búin að auglýsa eftir upplýsingum um það hvaða kolaknúnu álverum, einhversstaðar í veröldinni, hefur verið lokað af því að „umhverfisvæn“ álver voru opnuð á Íslandi eða annarsstaðar? Er eitthvað sem styður þá tilgátu að álver á Íslandi séu annað en viðbót?

Ég hef nú reyndar ekki heyrt nokkurn mann leggja það til að áliðnaði verði hætt. Við erum hinsvegar löngu komin með miklu meira en nóg og þurfum ekki að auka álframleiðslu og fjölga álverum. Vandamálið er ekki það að framleiðslan sé of lítil, heldur er eftirspurnin of mikil. Við getum ekki lagt alla álframleiðslu heimsins niður á einu bretti en viðgetum dregið úr henni og hér eru nokkar tillögur:

1 Hættum hergagnaframleiðslu.
A.m.k. 30% af áli fer til hergagnaframleiðslu. Þau tæki og tól eru notuð til að drepa fólk og limlesta, sem getur ekki talist praktískt til langs tíma litið. Svo þegar við eigum nóg af slíkum tækjum til að gjöreyða heiminum, þá bítast stórveldi á um það hver eigi að losa sig við hvað og í hvaða röð. Með því að hætta þessu rugli gætum við lagt niður ansi mörg álver. Um leið og þörfin fyrir ál minnkar, þarf líka færri vinnuvélar til að eyðileggja það land sem við fórnum fyrir stóriðju og þar með getum við lokað einu álverinu enn.

2 Áhersla á endurvinnslu.
Endurvinnsla áls hefur mun minni umhverfisspjöll í för með sér en frumvinnsla. Hættum stríðsbrölti og endurvinnum hergögn. Endurvinnum líka áldósi, bíla og allt þar á milli.

3 Hófsamari lífstíll.
Það rekur enga nauðsyn til þess að svo til  hver einasti framhaldsskólanemi eigi bíl og við verðum ekkert óhamingjusöm þótt við förum ekki í utanlandsferð tvisvar á ári. Það mætti framleiða mörg reiðhjól úr þeim flota bíla sem Íslendingar skipta út árlega til þess eins að vera í stælnum. Við Vesturlandabúar eigum flestir ekkert bágt en ofneysla okkar er hinsvegar að murka lífið úr heilu þjóðunum í fjarlægum heimshlutum. Kaupum minna og förum betur með hlutina okkar og þá þurfum við ekki allt þetta ál.

Fyrir utan þetta allt saman, væri líka hægt að draga úr umhverfisspjöllum og loftmengun ef álfyrirtækin leggðu meira upp úr siðferði og minna upp úr arðsemi. Þau eru ekki beinlínis á kúpunni en óskin um meira og meira er sterkari en virðingin fyrir þeim landsvæðum og mannslífunum sem þau eyðileggja í orðsins bókstaflegustu merkingu.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago