Eins fylgjandi og ég er tjáningarfrelsinu (ég álít að lýðræði sé best og mest þar sem ólík sjónarmið fá að takast á) þá dreg ég nú samt mörkin við persónuníð.

Auðvitað á að loka þessari ógeðslegu rasistasíðu sem var í fréttum í gær. Ekki þessari. Hana á að nota sem kennslugagn til að sýna fram á hverskonar viðbjóðsviðhorf, þekkingarskortur og hrein og klár heimska er á bak við fyrirbæri eins og Frjálslynda flokkinn. Sem gekk náttúrulega ekki svona langt en myndaði engu að síður stefnu í innflytjendamálum út frá kynþáttahyggju, hún var bara aðeins betur dulin. Það má nota hana sem kennslugagn til að sýna fram á þann hugsunarhátt sem er að baki stórum hluta af soranum á Útvarpi Sögu. Og sem forvörn gegn stjórnmálaflokkum sem halda uppi álíka ógeðfelldum áróðri og BNP í Bretlandi, því þessháttar flokkur mun áreiðanlega verða stofnaður á Íslandi á næstu árum.

Það er hinsvegar of langt gengið þegar einstaklingar, þ.m.t. lítil börn verða fórnarlömb kynþáttahaturs. Þessvegna á ekki bara að loka síðu Glúms af tillitssemi við þolendur, heldur líka að sækja aðstandendur hennar til saka.

Það er ekki oft sem ég óska fólki ills en umburðarlyndi mitt gagnvart þeim sora þjóðarinnar sem kallar sig þjóðernissinna er þrotið. Ég vona að þau verði öll sem eitt lögsótt og dæmd til þyngstu leyfilegrar refsingar. Ég vona að þau fái hvergi vinnu og að starfsfólk fjölskylduhjálparinnar sýni þeim ósvikna fyrirlitningu þegar þau koma þangað skríðandi. Ég vona að þau fái að finna það á eigin skinni hvernig það er að vera sviptur mannlegri reisn. Ekki af því að ég haldi að þau læri neitt af því, þetta pakk er of heimskt til þess, heldur bara af því að það væri gott á þau.

Sennilega er einfalt mál að rekja ip tölur og finna önnur tæk sönnunargögn. Það þarf að koma lögum yfir fólk eins og þennan mannsora sem kallar sig Glúm Jökulsson. Einnig séra Skúla Jakobsson, æðsta prest og eina meðlim Sköpunarhreyfingarinnar. Hann var vinur Donalds Pauley sem hýsir bardagasíðuna þar til fjölmiðlar sögðu skamm en hefur nú sennilega séð ástæðu til að skríða undir rúm. Já og ýmsir fleiri sem breiða út hatursboðskap og hvetja til ofbeldis gagnvart fólki sem hefur ekkert unnið sér til sakar, þurfa að fá skýr skilaboð um að þessi viðbjóður verði ekki umborinn.

Auðvitað er hugsanlegt að ekki takist að koma þessum aumingjum í grjótið. Þessvegna er um að gera að nýta tímann á meðan ógeðssíðurnar eru ennþá uppi og afrita þær. Bæði til að gera þeim sem sýna þjóðernishyggju umburðarlyndi grein fyrir því hvað við er að etja og einnig vegna þess að ritstíll og önnur einkenni gætu hugsanlega vísað okkur á einhverja sem eru ekki jafn vitlausir og þeir sem hafa þegar dreift mykjunni úr sér undir nafni.

Hér eru nöfn nokkurra nýnazista sem hafa ekki haft vit á því að vera nógu falskir til að eiga greiða leið inn í stjórnmálin.

Skúli Jakobsson
Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir sem einnig kallar sig Védísi ótugt.
Jóhann Guðni Ragnarsson 
Jón Kristinn Jóhannesson

Takið svo eftir því næst þegar „þjóðernissinnaður“ flokkur býður sig fram til Alþingiskosninga, hvað er ólíkt með meðlimum hans og þessu pakki. Líkur eru á að það fólk verði alveg jafn illa innrætt, hafi bara vit á að tjá sig ekki á jafn öfgafullan hátt.

Já takið eftir því, því þar liggur hættan. Það er nefnilega ekki hægt að taka „hófsama“ kynþáttahatara út umferð.

——————————–

Bætt við 30.01. kl 22:35

Ég sé á fb að ég hef ekki orðað reiði mína nógu skýrt og að einhverjir telja að ég sé að mælast til þess að fjölskylduhjálpin neiti rasistum um matarúthlutun. Því fer fjarri. Ég vil ekki láta svelta neinn. Hinsvegar vona ég að sem flestir beiti þessi skítmenni andlegu ofbeldi, í formi ósvikinnar fyrirlitningar. Ástæðan fyrir því að ég nefni starfsfólk fjölskylduhjálparinnar sérstaklega er sú að það er ennþá sárara að verða fyrir fyrirlitningu af hálfu þeirra sem maður er háður um nauðsynjar. Slíka fyrirlitningu mega flóttamenn gjarnan þola. Ég óska rasistum þó enganveginn þeirrar grimmdar  sem þeir sýna innflytjendum. Ekki einu sinni drulluhalar eins og Glúmur Jöklusson eiga að þurfa að þola slíkt, þótt þeir verðskuldi það svo sannarlega. Það er þar sem miskunnsemi er þörf.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago