Fjölmiðlar þrífast á grípandi fyrirsögnum. Samt sem áður er hlutverk fjölmiðla að miðla fréttum en ekki skáldskap og eðlilegt er að gera þá kröfu til þeirra að þeir hafi rétt eftir viðmælendum sínum. Sláandi fyrirsögn þarf því líka að vera í einhverju samræmi við veruleikann til þess að teljast góð.

Ég er enn ekki búin að fara í gegnum allar fréttir dagsins en það sem ég er þegar búin að sjá af vondum fyrirsögnum á aðeins einum netmiðli gengur fram af mér.

Þegar ég las þessa fyrirsögn taldi ég víst að ætti að rannsaka starfsemi lækna. Að farið yrði inn á stofur og gögn skoðuð í þeim tilgangi að ganga úr skugga um að starfsemin sé í samræmi við lög og reglur og menn þá skikkaðir til betrumbóta ef ástæður þættu til. Af fréttinni sjálfri má þó ráða að hugmyndin sé frekar einhver almenn úttekt sem megi nota til að undirbúa eftirlit, frekar en að standi til að grípa til róttækra aðgerða til að uppræta vafasama heilbrigðisþjónustu.

Og hversvegna er lesendum boðið upp á fyrirsögnina „15 fórnarlömbum mansals hjálpað“ þegar skýrt kemur fram í greininni að um sé að ræða 15 tilvik þar sem hugsanlegt var talið að um mansal væri að ræða og að í sumum tilvikum hafi fengist staðfest að svo var ekki? Reyndar er stór galli á fréttinni að þar kemur alls ekki fram hversu mörg fórnarlömbin eru,

Af þessari fyrirsögn verður ekki betur séð en að það sé algerlega á hreinu að um sprengju hafi verið að ræða. Í fréttinni er hinsvegar talað um „torkennilegan hlut“ og „meinta sprengju“. Maðurinn minn hafði á orði að íslenskir blaðamenn minntu helst á peyja sem á uppvaxtarárum hans ruddust út úr þrjúbíó, sveiflandi byssum og skutu alla bófa sem á vegi þeirra urðu á leiðinni heim. Nú er skiljanlegt að tíu ára drengur geri ekki alveg greinarmun á Roy Rogers og sjálfum sér á meðan víman er að renna af honum. Verra mál er ef blaðamenn lifa sig svo inn í hasarinn að þeir geta ekki stillt sig um að setja einhvern skáldskap í fyrirsagnir.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago