Ótrúlegt hvaða smáatriði standa í sumum

Ég hef séð nokkra velta sér upp úr því hversvegna Paul sótti ekki um vegabréfsáritun beint til Íslands. Mér finnst með ólíkindum að fólk geti séð það sem eitthvað grunsamlegt. Heldur einhver að hann hafi ætlað að setjast að á Ítalíu en frétt svo af því hvað bótakerfið á Íslandi er frábært og ákveðið að koma hingað í staðinn?Hvað gerir örvæntingarfullur maður sem hefur sætt pyndingum og óttast um líf sitt? Leggst hann í rannsókn á því hvernig skuli staðið að formsatriðum? Eða pillar hann sig bara burt?

Vissi Paul yfirhöfuð að það væri hægt að fá vegabréfsáritun til Íslands? Ef ég hefði vitað að ég þyrfti að ferðast til Ítalíu fyrst, hefði ég sennilega ályktað að ég þyrfti fyrst að fá vísa þangað og ef ég hefði óttast um líf mitt er ekkert ólíklegt að ég hefði viljað gefa villandi upplýsingar um það hvert ég væri að fara. Rakst hann á vandamál þegar hann ætlaði að sækja um? Var t.d. einhver á skrifstofunni sem hann hafði ástæðu til að óttast? Var einhver stimpill týndur?

Það geta verið ótal atriði sem skýra það hversvegna Paul sótti ekki um vegabréfsáritun til Íslands á meðan hann var í Nairobi. Raistar og bjánar (mér sýnist reyndar að þetta tvennt fari oft saman) hljóta að geta fundið eitthvað bitastæðara en það til að gera hann grunsamlegan.

Ástandið enn ótryggt í Kenía
 

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago