Ég hef um langa hríð haft áhuga á spádómum og er nokkuð lunkin við að spá í tarotspil og kaffibolla.

Það er dásamlegt að sjá hvernig spádómar geta gefið fólki nýja von og eflt jákvæðni og lífsvilja fólks sem á um sárt að binda. Ég hef hingað til eingöngu boðið upp á spádóma heima hjá mér og í gegnum símalínu en nú hyggst ég færa út kvíarnar og bjóða upp á þessa þjónustu á sjúkrahúsum landsins. Von mín er sú að þjónustan verði nógu vinsæl til að ríkið sjái ástæðu til að niðurgreiða hana, jafnvel að fullu þannig að ég verði einfaldlega á launum hjá ríkinu við að spá fyrir sjúklingum, þeim að kostnaðarlausu.

Með því að fara inn á spítalana og í fangelsin, eru góðar líkur á því að ég nái til fólks sem að öðrum kosti hefði aldrei leitað til spákonu í nauðum sínum. Ég vil þakka Kristínu Þórunni sérstaklega fyrir að vekja athygli mína á þessum markhópi.

 

 

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago