Níu manns sæta ákæru í Gálgahraunsmálinu. Glæpur þeirra er sá að óhlýðnast lögreglu. Sem vafasamt er að hafi haft nokkurn rétt til að skipa þeim fyrir.

Þótt Hraunavinir hafi verið að mótmæla allt öðrum hlutum en mótmælendurnir sem mættu í Alþingshúsið 8. desember 2008, og þótt Hraunavinir séu ekki ákærðir fyrir tilraun til valdaráns, eru nokkur atriði sem minna á nímenningamálið svokallaða.

  • Í báðum tilvikum var fólk handtekið fyrir að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til mótmæla.
  • Í báðum tilvikum er óhlýðni við lögreglu sú ástæða sem gefin er upp fyrir handtökum.
  • Í báðum tilvikum sæta níu manns ákæru.

Þau líkindi sem vekja mestan áhuga minn í augnablikinu eru þó þau að  í báðum tilvikum er vinsæll, þjóðþekktur maður í hópi hinna handteknu, sem af einhverjum ástæðum sem enginn skilur og allra síst hann sjálfur, sætir ekki ákæru eins og félagar hans.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago