Þegar ég ræði andúð mína á NATO og hernaði almennt við hernaðarsinna, fæ ég undantekningalaust spurningu á borð við; ‘á þá bara að láta alræðisstjórnir vaða uppi? Veistu ekki hvenig talíbanastjórnin hegðaði sér í Afghanistan? Átti kannski ekki að grípa til aðgerða í Rúanda?’

Þeir sem tala á þennan hátt vita vel að Bandaríkjamenn studdu talíba á meðan það hentaði þeim og að Rúanda var látið afskiptalaust á meðan óbreyttir borgarar voru sallaðir niður, einmitt vegna þess að enginn hafði nógu mikilla hagsmuna að gæta. Þeir virðast ennfremur álíta að það séu bara tveir möguleikar í stöðunni;
a) að láta ofbeldi afskiptalaust
b) að láta ógeðfellda ofbeldismenn um að taka í taumana.

Ástæðan fyrir því að fólk mótmælir NATO og hernaðarbandalögum yfileitt er ekki sú að það álíti gott mál að fólk í t.d. Mið-Austurlöndum eða Afríku búi við kúgun, heldur sú að hernaður er stundaður á allt öðrum forsendum en þeim að koma veikum til varnar. ‘Varnarstríð’ Natoríkjanna eru oftar en ekki þáttur í heimsvaldastefnu Bandaríkjamanna. Tilgangurinn með afskiptum þeirra er sá að sölsa undir sig meiri verðmæti og/eða tryggja hernaðarlega stöðu sína; greiða aðgang sinn að öðrum löndum.

Að láta stofnun sem augljóslega vinnur á þeim forsendum og á sér langa sögu af árásum sem voru umdeilanlegar og í sumum tilvikum hreinræktaðir stríðsglæpir, um að koma á friði og gæta friðar, er jafn galið og að láta Kaþólsku kirkjuna um að uppræta barnaklámhingi.

Í dag hafa 3 menn sagt mér að þeir geti ekki undirritað þessa yfirlýsingu þar sem NATO beri ekki ábyrgð á stríðsglæpum Bandaríkjamanna. Ég hélt satt að segja að tengslin á milli NATO og Bandaríkjanna væru alkunna en þetta bendir nú til þess að einhverjir haldi að NATO sé svona frjáls og óháð samtök, fjármögnuð með dósasölu.

Ég hvet þá sem telja að NATO sé óháð Bandaríkjunum til að kynna sér málið.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago