Mitt síðasta orð um Gvuð

Ég hef takmarkað úthald í tilgangslausar þrætur, þótt ég hafi gaman af rökræðum sem leiða fram ný sjónarmið. Mér finnst oft gaman að eiga síðasta orðið en það skiptir mig ekki máli þegar um er að ræða innihaldslausar þrætur sem enginn nennir að lesa hvort sem er.

Ég sé því lítinn tilgang í að svara síðustu athugasemd Hafsteins við færslu sem ég skrifaði um daginn en þar sem Hafsteinn er of spennandi penni til að ég vilji hunsa hann, ætla ég að svara og láta það verða mitt síðasta innlegg um það mál í bili. Öðrum er velkomið að halda þessu áfram ef þeir nenna því.

Hafsteinn, það þarf ekki sérfræðing til að átta sig á því að þessar pælingar um stafsetningarsérvisku spruttu af þeirri fráleitu hugmynd að það væri sambærilegt að rita Gvuð og að stafsetja nafnið mitt Evba.

Ég hef fært fram fullkomlega gild rök fyrir því hversvegna stafsetningin gvuð sé tæk út frá málfræðilegu sjónarmiði. Það er líka uppi á borðinu að hún er mér ekki heilög.

Kjánagangurinn sem hefur farið fram á þessari síðu undanfarið, felst í því að við skulum vera að þrátta um stafsetningu, þegar málið snýst í rauninni um tilfinningar. Þú tekur það nærri þér að mér finnist trúarhugmyndir þínar hálfvitalegar. Um það snýst þessi þræta.

Því miður Hafsteinn, það er alveg sama hvað þú leggur mikla vinnu í að grafa upp málfræðileg rök fyrir því að það sé asnalegt að skrifa gvuð með vaffi. Trú þín er jafn fíflaleg fyrir það.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago