Er trúleysi trúarbrögð?

Svarið er nei. Trúleysi er ekki trúarbrögð.

Það hefur aldrei farið neitt ógurlega í taugarnar á mér þótt trúað fólk haldi því fram að trúleysi sé í raun trú. Það er bara ekki við mjög skynsamlegum hugmyndum að búast frá fólki sem sér ekki í gegnum rökvillu á borð við afl sem er í senn algott og almáttugt.

Spurt er hvort ég efist aldrei um efa minn. Það er skynsamlegt að efast en þegar maður kemst sífellt að sömu niðurstöðu hverfur efinn smámsaman. Það er langt síðan ég hef efast um þá sannfæringu mína að Gvuð eigi heima í sama ævintýraheimi og kentárar og jólasveinar. Það getur vel verið að ég skipti um skoðun ef ég verð einhverntíma fyrir einhverri reynslu sem gefur mér tilefni til að ætla að almættið sé staðreynd. Ég er nefnilega tiltölulega sannfærð um geðheilbrigði mitt. (Ekki skrýtið, þið ættuð að sjá fjölskyldu mína, í samanburði við þau er Hannibal heilbrigður.)

Ef einhver vill flokka þá sannfæringu að jólasveinninn sé ævintýri, sem trú, þá er ég trúkona mikil. Þá er heldur ekki einn einasti maður í veröldinni trúlaus og þar með er hugtakið trú ónothæft.

Ég er alltaf svolítið hrifin af nothæfum hugtökum. Þessvegna skilgreini ég trúleysi samkvæmt orðsins hljóðan.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago