Pistlar um samfélagsmál

Meðlimur í ritskoðunarhópi Þjóðaröryggisráðs birtir lista yfir áreiðanlega blaðamenn

Ég hef þegar velt vöngum yfir þeirri undarlegu ákvörðun að koma á fót vinnuhópi sem á að skera úr um það hvaða upplýsingar teljist falsfréttir. Sérstaklega í ljósi þess að þegar hafa komið fram vægast sagt vafasamar hugmyndir um það hvað teljist falsfrétt og hvað ekki.

Rétt í þessu var mér bent á Twitter-færslu annars meðlims þessa hóps, Önnu Lísu Björnsdóttur, sem jafnframt er starfsmaður Vinstri grænna.

Með Twitter-færslunni birtir Anna Lísa lista yfir blaðamenn og stjórnvöld sem að hennar sögn birta bara réttar upplýsingar. Nú bíðum við bara spennt eftir listanum yfir þá blaðamenn sem ekkki hljóta náð fyrir augum ritskoðenda.

Sjá einnig hér

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago