Pistlar um samfélagsmál

Ætlar Sannleiksráðuneytið að leiðrétta heilbrigðisyfirvöld?

Mér varð satt að segja nokkuð brugðið þegar ég sá að ein þeirra sem eiga sæti í vinnuhópi sem stefnt er gegn „upplýsingaóreiðu“ Anna Lísa Björnsdóttir hefur birt lista yfir áreiðanlega blaðamenn „og aðra“ sem skrifa um kórónufaraldurinn.

Nú er landlæknir meðal þeirra sem hljóta gæðastimpil þessa sannleiksfulltrúa og almennt hlýtur maður að reikna með að landlæknisembættið gefi þær upplýsingar sem það telur áreiðanlegastar og bestar.

Það kemur því nokkuð á óvart að sjá að þann 30. mars taldi sannleiksfulltrúinn barnalækni í New York áreiðanlegri upplýsingaveitu en landlækni. Það verður áhugavert að sjá hvar landlæknisembættið lendir á falsfréttakortinu þegar vinnuhópurinn skilar niðurstöðum sínum.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago