Allt er með kyrrum kjörum í Kenía, segja þeir, engir flóttamenn og engin stjórnarandstaða.

Jón Bragi benti á þessa heimild en samkvæmt henni kom 31 hælisleitandi frá Kenía til Svíþjóðar á síðasta ári. Ekki kemur fram hvort einhverjir þeirra sóttu um hæli sem pólitískir flóttamenn eða hvort allt þetta fólk var gjörsamlega ópólitískt en einhvern fjandann var fólkið að flýja.

Ekki veit ég hvaða hvatir liggja á bak við villandi fréttamennsku Ómars Valdimarssonar, það er mun augljósara hvaða hvatir búa að baki þvælunni sem Útlendingastofnun hefur látið frá sér. Þar á bæ eru menn búnir að kúka mjög mikið í buxurnar sínar og beita nú öllum ráðum til að klóra yfir það með lygaþvælu og blekkingum. Því er t.d. haldið fram að það sé rangt að Paul hafi verið handtekinn á heimili sínu.

Það skiptir auðvitað liltu máli hvort maðurinn var handtekinn heima hjá sér eða annarsstaðar en það skiptir hinsvegar máli að opinberar stofnanir séu trúverðugar. Ég leyfi mér að vitna í vefbók Ragnhildar sem ég vísa til í síðustu færslu.

Í yfirlýsingunni var það jafnframt sagt að Paul hefði ekki verið handtekinn á heimili sínu kvöldið fyrir brottflutninginn. Það sem gerðist var að tveir lögreglumenn komu á heimili hans og afhentu honum bréf, dagsett í apríl, þar sem tilkynnt var um ákvörðunina um að flytja hann af landi brott. Þeir fóru því næst með hann á lögreglustöð, þar sem hann eyddi nóttinni í fangageymslu áður en hann var fluttur úr landi snemma næsta dag. Ég veit ekki hvað þetta kallast formlega, en fyrir mér hljómar það þegar lögreglumenn sem sækja mann á heimili sitt, flutning á lögreglustöð og gisting í fangaklefa grunsamlega mikið eins og handtaka…

 

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago