Síðasta vetur losnaði gangstéttarhella fyrir framan búðina mína á Vesturgötunni. Í húsinu búa tveir eldri borgarar en hinum megin við götuna er heilsugæslustöð þar sem m.a. fer fram ýmis þjónusta fyrir eldra fólk. Fótafúið fólk á því oft leið hér um og ég hafði áhyggjur af því að þessi hella hefði í för með sér slysahættu.

Nú vill svo til að einn fjölskyldumeðlima var á þessum tíma að vinna hjá Reykjavíkurborg, einmitt við að lagfæra hluti á borð við lausar hellur. Hún vakti athygli verkstjóra á þessu en þrátt fyrir að hún ítrekaði nauðsyn þess að laga þetta smáræði, oft í viku, liðu 2 mánuðir áður en það kom til framkvæmda. Það tók um 10 mínútur þegar loksins varð af því.

Það kom mér því nokkuð á óvart, þegar ég mætti í Skuggasundið í hádeginu í gær, til að mótmæla flóttamannastefnu Björns og félaga, að sjá að þar höfðu starfsmenn borgarinnar verið kallaðir út (væntanlega á yfirvinnukaupi) til þess að hreinsa þetta umrædda krot af húsi dómsmálaráðuneytisins. Talsverður hávaði stafaði frá loftþrýstdælu sem þeir notuðu við verkið svo fundarmenn þurftu að færa fundinn upp á næsta horn. Sem var nú svosem allt í lagi.

Ég er ekkert hrifin af veggjakroti sjálf en eitthvað finnst mér samt forgangsröðin undarleg hjá borginni. Var það hættan á því að fjöldi túrista legði leið sína í Skuggasundið og sæi ósómann sem varð til þess að menn voru kallaðir út á sunnudegi? Eða var mánudagurinn svona undirlagður af verkefnum?

Spreyjað á dómsmálaráðuneytið
admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago