Leiðrétting á orðum mínum í Silfrinu

Feministahlutinn af viðtalinu er kominn inn á yourtube, þakka þeim sem klippti.

Mér urðu á ein mistök í þessu viðtali, ég sagði að viðhorfskönnunin hefði komið út í janúar 2011 en átti við janúar 2012. Klámbæklingurinn kom út í mars á þessu ári.

Einhverstaðar sá ég umræðu þar sem ákveðinn misskilningur kom fram, semsagt sá að viðhorfskönnunin sem ég vísa til sýndi að 2% hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni en ekki 0,2%. Hér er um að ræða 2% af 9%. Halldóra nokkur Gunnarsdóttir starfar hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, en hún er einnig leiðbeinandi höfundar klámbæklingsins, og í ritsjórn hans. Einar Steingrímsson hafði samband við hana og spurði út í þetta og Halldóra staðfesti að það væri rétt skilið að tölurnar táknuðu að ca 0,2% hefðu upplifað líkamlega kynferðisáreitni og innan við 0,3% hefðu upplifað kynferðisáreitni í orðum.

Ég tek fram að það er alveg hugsanlegt að viðhorfskönnunin gefi ekki rétta mynd en á meðan engar aðrar upplýsingar liggja fyrir en þær að innan við þrír af hverjum þúsund starfsmönnum Reykjavíkurborgar finni fyrir kynferðislegri áreitni í vinnunni, þá finnst mér ástæða til að spyrja hversvegna þeir sem eiga að standa vörð um mannréttindi leggi ofuráherslu á að leita að klámi.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago