Flóttamannahluti Silfursins

Hér er flóttamannahlutinn af viðtalinu sem birtist í Silfri Egils síðasta sunnudag. Þess má geta að hvergi í gögnum Útlendingastofnunar er saga Mohammeds Lo dregin í efa.

Norðmenn synjuðu honum um hæli á þeirri forsendu að þrælahald sé ólöglegt í Máritaníu. Enginn sem kann að slá inn leitarorð á google þarf þó að velkjast í vafa um að þrælahald er mjög útbreitt í Máritaníu og er það viðurkennt af alþjóðlegum mannréttindastofnunum sem mjög alvarlegt vandamál sem illa hefur gengið að vinna gegn.

Þegar Mohammed var einnig synjað um hæli á Íslandi var sú ákvörðun kærð til Innanríkisráðuneytisins. Samhliða sendi lögmaður hans inn beiðni um frestun réttaráhrifa, þ.e. að Mohammed yrði ekki sendur úr landi fyrr en ráðuneytið hefði tekið afstöðu til kærunnar, sú beiðni er dagsett 12. apríl 2011. Ögmundur Jónasson hafnaði þeirri beiðni. Nú rúmu ári síðar hefur kæra Mohammeds enn ekki verið afgreidd. Hefði hann ekki farið í felur væri hann nú að öllum líkindum aftur orðinn eyðimerkurþræll í Máritaníu, ef hann væri þá annað borð á lífi. Hann hefði undirgengist refsingu í formi hýðingar og geldingar og ætti enga möguleika á mannsæmandi lífi.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago