Því ef fók er með lágmarkstekjur þá duga þær fyrir brýnustu nauðsynjum. Þær duga hinsvegar ekki fyrir afborgunum af húslánum og öðrum lánum miðað við þá vaxtastefnu sem viðgengst hér.

Ef maður á mjög lítið af peningum verður maður að forgangsraða og þótt ég mæli eindregið með því við venjulegar kringustæður að fólk leggi sig fram um að standa í skilum, þá eru það ekki neinar venjulegar aðstæður sem eru uppi í samfélaginu núna.

Við stöndum frammi fyrir vanda sem er sannarlega ekki þeim lægst launuðu að kenna. Ef þessi ríkisstjórn situr áfram, má líka reikna með að félagsþjónustan verði fyrir ‘hagræðingu’, einnig heilbrigðiskerfið og menntakerfið og það eru því þeir verst settu sem verða látnir taka á sig þyngstu byrðarnar.

Nú legg ég til að við hagræðum fjármálum okkar þannig að ríkið og bankarnir fari neðst á forgangslistann. Auðvitað eigum við að vera hagsýn og halda aftur af neyslufíkninni en við ættum samt að láta nauðsynjar ganga fyrir.

Kaupum mat og ef þess er einhver kostur að versla beint við framleiðandann gerum það þá frekar en að hella meiri pening á svikamyllur Jóns Ásgeirs og henda 7% í vaskinn. Reynum samt að kaupa lítið og hættum algerlega að borga af lánum sem við erum ekki með ábyrgðarmenn á, þar til búið er að breyta reglum um vexti og verðbætur, þannig að fólk geti eignast íbúðirnar sínar og eigi allavega möguleika á að greiða upp yfirdráttinn og kreditkortin.

Fólk á ekki fyrir mat
admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago