Hverskonar pönkarar stjórna þessu réttarkerfi?

Ég er hneyksluð. Ekki í fyrsta, annað eða tíunda sinn sem ég er hneyksluð á vinnubrögðum réttarkefisins.

Á Geir Haarde skilið að fá á baukinn?
Fokk já, hann á það skilið, biggtæm.

En halló! Hversu mikið sem einhver verðskuldar að fá á baukinn, þá á hann samt heimtingu á réttlátri málsmeðferð.

Það er Alþingi sem ákærir í málinu og Alþingi fór svo heimskulega að ráði sínu að breyta lögunum rétt áður en ákæran var gefin út, nokkru eftir að ákveðið hafði verið að ákæra manninn. Hvort sem manni er vel eða illa við Geir Haarde þá er hann nú samt manneskja, manneskja sem á rétt á sanngjarni málsmeðferð, hvort sem hann verðskuldar það eða ekki. Ég hélt að málinu yrði vísað frá út á það. Ég hélt að Geir fengi allavega ofurlítið sanngjarnari meðhöndlun en t.d. nímenningarnir og sonur minn. Ekki svo að skilja að hann eigi meiri heimtingu á því, en það að brotið sé á aðgerðasinnum réttlætir ekki það að brjóta á stjórnmálamönnum. En nei, vanhæfni þessa andskotans réttarkerfis virðist ekki eiga sér nein takmörk.

Gjörningurinn hefur verið réttlættur með því að hann hafi ekki áhrif á málsmeðferðina gagnvart Geir. Það er í fyrsta lagi umdeilanlegt en þó svo að það væri gulltryggt, eru það engin rök í málinu. Sé þetta leyfilegt þá erum við þar með að bjóða heim hættunni á því að einhver minni bógur en Geir verði fyrir því að lögum sé breytt eftir á og kannski til verulegs skaða fyrir þann sem í hlut á.

Mannréttindi voru ekki fundin upp fyrir góða fólkið, heldur fyrir þá sem yfirvöld líta á sem vonda fólkið. Landsdómur er sérdómstóll með mjög sérhæft hlutverk og mun aldrei reyna mjög mikið á hann. Hvert fordæmi hefur því meira gildi en ella og því sérstök ástæða til þess að vanda til verka og gefa borgurunum enga ástæðu til þess að vantreysta dómstólnum. Vinnubrögð Alþingis voru einfaldlega óhæfa og það breytir því ekkert þótt sú óhæfa hafi ekki haft afleiðingar. Þessvegna hefði átt að vísa þessu máli frá og láta æstan skrílinn um að refsa Alþingi fyrir að klúðra málinu.

 

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago