Mikið rosalega er kornmælir alþjóðasamfélagsins stór. Ekki hækkaði yfirborð hans verulega við innrásina í Afghanistan og Líbanon dugir greinilega ekki til að fylla hann heldur. Hvaða þjóð verður næst bútuð niður í heilögu stríði gegn hryðjuverkum?

Hvað þarf eiginlega til að þjóðir heimsins hætti að taka ofbeldis- og kúgunarstefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Miðausturlöndum þegjandi? Hvenær ætlar ríkisstjórn Íslands að hafa samband við Drottinn hersveitanna og lýsa yfir andúð á stuðningi stjórnar hans við framgöngu hinnar útvöldu þjóðar? Eða andúð á utanríkisstefnu herraþjóðarinnar almennt?

Það er kannski ekki þorandi. Við höfum ekki hervald fremur en Líbanir. Það virðist langsótt í augnablikinu en hefur nokkrum dottið í hug að það gæti komið að því að hinir himnesku herskarar telji sér stafa ógn af okkur? Þegar allt kemur til alls er kristindómurinn á hröðu undanhaldi og Íslendingar upp til hópa misfrjálslyndir kratar. Ætlum við endalaust að horfa upp á gengdarlaust ofbeldi, brosa og segja já, í trausti þess að Drottinn hersveitanna sé nógu vitlaus til að trúa því að við séum sannkristnir íhaldsmenn og þar með ólíkleg til að fremja hryðjuverk á sjálfsmynd alræðisstjórnarinnar?

Væri virkilega svo erfitt fyrir Geira að taka upp símtólið og segja “No Mr. President, we do not approve of this.” Hvað ætli það myndi kosta okkur í alvöru?

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago