Ég tími ekki að eyða þessum hálfa frídegi mínum í rannsóknarvinnu svo takið því sem ég segi með fyrirvara, en mig minnir að um helmingur þess fjár sem ríki og sveitafélög setja í menningarmál, fari í íþróttastarf.

Því spyr ég fávís konan; af hverju þarf að loka öllum helstu leiðum inn í miðborg Reykjavíkur, svo fólk geti hlaupið á miðri götu, og það á einum af þeim dögum sem mestrar umferðar er að vænta um miðbæinn? Ég hef ekkert á móti því að fólk hreyfi á sér skankinn ef það endilega vill en af hverju getur það ekki bara hlaupið á öllum þessum íþróttavöllum sem ég og aðrir skattgreiðendur höfum verið neydd til að borga undir það? Eða í Elliðaárdalnum? Eða á fáförnum götum? Hvaða nauðsyn krefst þess að stofna til umferðaröngþveitis á Hringbraut, Sæbraut og Hverfisgötu? Hvað ætli íþróttahreyfingin segði við því ef tölvunördasamtökin tækju sig til, einmitt á einhverjum allsherjar íþróttaálfsdegi og fylltu öll stærstu íþróttahúsin af tölvum og sjónvörpum?

Ég hef ekki gert neina vísindalega rannsókn á innræti íþróttafólks en mér sýnist það almennt vera að kafna úr frekju. Reykjavíkurmaraþonið er bara eitt dæmið. Starf grunnskólanna er einnig truflað með íþróttauppákomum á hverju einasta ári svo nokkuð sé nefnt.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago