Þingflokkur pírata vinnur nú að lagafrumvarpi sem ætlað er að auka skilvirkni þingsins og draga úr líkunum á því að mál dagi uppi.

Sjálfsagt hafa flestir tekið eftir því mikla álagi sem er á þinginu síðustu daga fyrir þinglok, þegar fundir standa oft fram á nótt og margir hafa áhyggjur af því að ekki náist að koma þessu eða hinu málinu í gegnum þingið. En í hverju er vandamálið fólgið? Af hverju fer fólkið ekki bara heim að sofa og tekur svo málin upp þegar þing kemur saman á ný?

Birgitta Jónsdóttir lýsti ástæðunni í eldússdagsumræðum í fyrra. Gefum Birgittu orðið:

Það kann að vera ruglingslegt fyrir þá sem eru ekki vel inni í störfum okkar [þingmanna], að það sé talað um þinglok þó að kjörtímabilinu sé ekki lokið.

Hvert kjörtímabil samanstendur af fjórum þingum. Þegar hverju þingi lýkur er skorið á svokallaðan þingmálahala. Þess vegna afgreiðum við svona mörg mál í belg og biðu við lok hvers þings. Þingmálahalinn sem skorið er á samanstendur af öllum þingmálum og lögunum sem við náum ekki að ljúka á næstu dögum.

Mér finnst það rosalega furðulegt verklag og hef nöldrað yfir því í fimm ár án árangurs. Það þýðir nefnilega að þau mál sem við erum næstum því búin að afgreiða þarf að endurflytja, við þurfum að fá aftur sömu umsagnirnar frá almenningi og hagsmunaaðilum og aftur sömu gestina til að ræða aftur um sama óbreytta frumvarpið eða ályktunina. Sum mál hafa farið í gegnum þetta ferli í fjögur til fimm skipti, mál sem samstaða er um og hvorki málefnalegur né pólitískur ágreiningur um.

Það hlýtur að vera bæði þingi og þjóð til hagsbóta að þessu verði breytt. En mun frumvarpið verða afgreitt fyrir þinglok eða lendir það ásamt fjölda annarra í halaklippingu?

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago