Gult, rautt og gangbraut

Í gær öðlaðist ég nýjan skilning á orðinu frekja.

Mér hefur fundist flautunotkun í umferðinni vera að aukast og held að það beri vitni meiri óþolinmæði en áður. Kannski er það ekkert undarlegt þegar tillit er tekið til þess að umferðin gengur því hægar fyrir sig sem fleiri bílar eru á götunum auk þess sem endalausar gatnaframkvæmdir hægja á umferð. Það er náttúrulega óþolandi að það skuli taka allt 40 mínútur að komast milli Hafnarfjarðar og Breiðholts.

Hvað sem því líður eru skráð umferðarlög samt sem áður í fullu gildi. Eitt af því sem umferðarlög gera ráð fyrir er að gula ljósið sé virt sem ábending um að stoppa eða vera þess viðbúinn að leggja af stað. Tilgangur gula ljóssis er sá að hreinsa gatnamót. Þannig er ætlast til þess að ökumaður aki yfir á gulu EF hann er kominn fast að stöðvunarlínu þegar GULA ljósið kviknar. Annars á hann að stoppa. Þetta er ekkert mjög flókið.

Mér sýnist þó vera nokkuð algengt að ökumenn telji að þessi regla eigi við um rauða ljósið en ekki það gula. Ég hef allavega orðið fyrir því tvisvar sinnum á síðustu vikum að bílstjórinn fyrir aftan mig lagðist á flautuna þegar ég stoppaði á gulu ljósi, c.a. sekúndu áður en það rauða kviknaði.

Nú jæja, það má alltaf gera ráð fyrir því að einhverjir séu hreinlega að fara á límingunum af stressi og lítið við því að segja. Í gær varð ég þó fyrir framkomu sem mér finnst tæplega hægt að flokka sem stress. Ég stoppaði við vandlega merkta gangbraut við Hólabrekkuskóla, til að hleypa hópi barna yfir götuna. Það féll víst ekki í kramið hjá næsta bílstjóra sem sá ástæðu til að þeyta flautuna. Börnin voru að vísu ekki með skólatöskur og kannski finnst einhverjum það bara sjálfsögð sárabót í þessu kannaraverkfalli að þurfa síður að hafa áhyggjur af töfum vegna barna á umferðartíma en HALLÓ! ef menn líta á það sem óþarfa töf að stoppa fyrir börnum á gangbraut við grunnskóla, er þá ekki sanngjarnt að flokka það sem frekju?

 

 

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago