Getur stelpa borið strákanafn?

Djöfull finnst mér gott mál að til sé fólk sem lætur ekki yfirvaldið vaða yfir sig. Hvað í fjáranum eru yfirvöld annars að skipta sér af því hvort fólk gefur börnum sínum nöfn sem hefð er fyrir að hæfi öðru kyninu frekar en hinu? Ríkir ekki kyngervisfrelsi í landinu? Þarf ekki bara líka að skipa nefnd sem fylgist með því að hárgreiðsla og klæðaburður hæfi kyni?

Og hvaða rök eru svosem fyrir því að tiltekið nafn sé drengjanafn fremur en stúlkunafn eða öfugt? Siegfried er karlmannsnafn í öðrum málum, en í íslensku er Sigfríður kvenmannsnafn. Guðmar er strákanafn en bæði Guðný og Dagmar eru stelpunöfn. Á að vera eitthvert vit í þessu eða hvað?

Annars þætti mér gaman að vita hvort yfirvaldið ætlar að halda því fram að kona að nafni Blær, heiti karlmannsnafni. Og ef svo er, heitir þá drengur sem nefndur var Kolur hundsnafni? Hversu margar konur þurftu að ganga í buxum til að gera buxur að kvenmannsfílk? Ætlum við að halda okkur við 19. aldar hugsunarhátt eða sleppa tökunum á fordómunum og líta svo á að Kolur verði mannsnafn þegar það er gefið mannsbarni og Blær stúlkunafn um leið og telpa er nefnd Blær?

Ég gæti skrifað um andstyggð mína á mannanafnalögum í alla nótt en þarf víst að sofa eitthvað líka. En hér eru nokkrir gamlir pistlar um þá undarlegu rökvísi sem þau byggja á.

 

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago