Fyrir hvern halda menn að lögreglan sé?

Landhelgisgæslan er dæmi um löggæsludeild sem hefur það hlutverk að þjóna hagsmunum almennings. Gæta fiskimiða og sækja sjúka og slasaða. Ég veit ekki til þess að gæslan þjóni á neinn hátt því hlutverki að verja völd ríkisstjórnar og stofnana gegn almenningi, svo það er rökrétt að ráðast á gæsluna.

Í gær kom til mín maður sem varð fyrir tilefnislausri líkamsárás miðri í bæ fyrir stuttu. Hann þekkti ekki árásarmennina og slapp óslasaður en vildi síður að menn kæmust upp með svona hegðun svo hann lagði fram kæru. Hann fékk þau svör hjá lögreglunni að fyrir lægju um 80 svipuð mál, sem lögreglan hefði hvorki mannafla né tíma til að sinna.

Framlög til efnahagsbrotadeildar hafa líka verið skorin niður.

Hinsvegar er verið að efla sérsveitina og ekki bar á neinum fjárskorti síðasta föstudag, þegar ekki færri en 15 einkennisklæddir lögreglumenn (fjandinn má vita hve margir til viðbótar án búnings) vokuðu yfir 6 hræðum sem gengu grímuklæddar um bæinn og færðu fólki blóm fyrir vel unnin störf.

Verið er að efla sérsveitina en á sama tíma er dregið úr þjónustu lögreglunnar við almenna borgara, m.a.s. landhelgisgæslan er skorin niður. Halda menn svo í alvöru að megintilgangur stjórnvalda með því að halda úti lögreglu sé sá að vernda guðjóna og siggur þessa lands?

Uppsagnir hjá Gæslunni

 

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago