Sonur minn Byltingin var dæmdur til 18 daga fangavistar fyrir að trufla stóriðjufyrirtæki við þá iðju sína að eyðileggja jörðina. Þetta er algengur dómur fyrir ölvunarakstur enda mun dómskerfinu þykja það álíka alvarlegur glæpur að stofna lífi og limum vegfarenda í hættu og að minna stjórnvöld og stórfyrirtæki á að til er fólk sem ætlar ekki að horfa aðgerðarlaust upp á náttúruspjöll og mannréttindabrot í þágu áliðnaðarins.

Það er ennfremur athyglisvert hvað slík mál virðast njóta miklis forgangs í kerfinu. Brölt Hauks í byggingarkrana á Reyðarfirði var þannig dómtekið áður en 4 mánuðir voru liðnir frá atvikinu. Til samanburðar má geta þess að tveir menn urðu fyrir alvarlegri og tilefnislausri líkamsárás á nýársnótt. Annar þeirra lenti á gjörgæslu, var mállaus í margar vikur og mun aldrei ná sér að fullu. Árásin náðist á eftirlitsmyndband og var sýnt í sjónvarpinu. Þar sést greinilega hvernig maðurinn er sleginn með flösku í höfuðið og sparkað í þá báða félaga liggjandi rænulausa í götunni. Árásarmennirnir komu fram strax daginn eftir. Þetta mál hefur því varla þurft viðamikla eða flókna lögreglurannsókn. Það hefur þó ekki verið dómtekið ennþá, enda er hér eingöngu um að ræða örkumlun venjulegs borgara en ekki svo alvarlegan hlut sem röskun á hugarró auðvaldins.

 

 

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago