Ef marka má umfjöllun helgarblaðs DV um rannsókn á dauða piltanna sem fundust látnir í Daníelsslipp 1985, er full ástæða til að vinnubrögð lögreglunnar verði rannsökuð sem sakamál.

Ekki kemur á óvart að Valtýr Sigurðsson, fyrrum ríkissaksóknari, hafi synjað endurupptöku en þetta er ekki eina dæmið um að hann hafi staðið í vegi fyrir því að sannleikurinn um vinnubrögð lögreglu sé afhjúpaður. Við getum t.d. minnst framgöngu hans þegar Magnús Leopoldsson vildi að fram færi rannsókn á því hversvegna Leirfinnur var gerður eftir ljósmyndum af Magnúsi. Valtýr birti ennfremur persónuupplýsingar í heimildarleysi í tengslum við málið í Daníelsslipp og hefur enn ekki virt úrskurð Persónuverndar um að fjarlægja þær af netsíðu embættisins. Mörg dæmi mætti nefna um hneykslanlega framgöngu Valtýs í starfi ríkissaksóknara og væri við hæfi að hans ferill sætti ítarlegri rannsókn.

Mál mannanna í Daníelsslipp er heldur ekkert eina dæmið þar sem margt bendir til glæpsamlegra vinnubragða lögreglu. Geirfinnsmálið má ekki gleymast. Þvagleggur sýslumaður má ekki gleymast. Stuðningur lögreglunnar við njósir Mark Kennedy má ekki gleymast. Við leikmenn þurfum að halda afglöpum lögreglunnar til haga því ekki veitir ríkissaksóknaraembættið henni aðhald, svo mikið er víst.

Nauðsynlegt er að rannsaka afglöp og glæpastarfsemi lögreglu og réttarkerfisins. En hver á að rannsaka lögguna? Jú það eru menn ríkissaksóknara. Valtýr vildi með öllum ráðum halda mistökum og glæpum lögreglunnar leyndum og enn er ekki komið í ljós hvort Sigríður er eitthvað skárri en þar sem embætti ríkissaksóknara er ekkert annað en önnur deild í sömu stofnun má sannarlega deila um réttmæti þess. Og hver ætti að rannsaka ríkissaksóknara? Vinir hans í löggunni kannski eða á innanríkisráðuneytið að setja einhverja aðra vini Valtýs í málið?

Eðilegast væri að leita til útlanda. Fá óháða rannsóknarnefnd fólks sem ekki hefur spjallað huggulega við ríkislögreglustjóra á götu, setið með Valtý á kaffihúsi eða hitt Gísla Pálsson í barnaafmæli hjá vinkonu sinni. Ísland er of lítið og tengsl mektarmanna of mikil innbyrðis til að hægt sé að ætlast til hlutlausra vinnubragða.

Ég geri mér engar vonir um að Ögmundur kalli til erlenda aðila til að rannsaka starfsferil Valtýs og mistök og glæpi lögreglunnar. Það kemur því í hlut fjölmiðla. Þeirra sem þyrla upp ryki þegar löggan klúðrar málum nógu rækilega en fylgja slíkum málum sjaldan eftir. Riifja þau svo kannski upp í gúrkutíð 20-30 árum síðar.

Sumarið 2009 dó maður í fangaklefa á Hverfisgötunni. Skýring lögreglu var sú að hann hefði hengt sig í teppi, útafliggjandi í fleti sínu. Við getum reiknað með að upp úr 2030 fari íslenskir fjölmiðamenn að velta því fyrir sér hvað gerðist.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago