Helgi Seljan er besti fréttamaður sem Íslendingar eiga (takið eftir hlutgervingunni þegar ég tala um Helga sem fyrirbæri í almannaeigu.)

Það sem gerir Helga að einstökum fréttamanni er einkum tvennt; hann undirbýr sig almennilega áður en hann tekur erfið mál fyrir og hann lætur fólk ekki komast upp með að skjóta sér undan því að svara. Þeir sem þráast samt við, lenda í þeirri pínlegu stöðu að öllum sem á horfa verður ljóst, að málflutningur þeirra er ekkert nema undanbrögð.

Kastljóssviðtal Helga við Ögmund Jónasson 7. febrúar var beinlíns dásamlegt. Þessi tungulipri ráðherra, sem hefur einstakan hæfileika til að slökkva á fólki, var skikkaður til þess að gyrða niður um sig sjálfur. Að vísu ber hann jú ábyrgð á öllum sínum orðum og gjörðum en hann ber samt ekki ábyrgð á afleiðingunum. Heldur maðurinn virkilega að fólk sjái ekki í gegnum hann? Stjórnarmaður lífeyrissjóðs bar semsagt enga ábyrgð á braskinu af því að braskið var innbyggt í kerfið. Hvað mun hann bjóða okkur upp á næst? Kannski að hann sem ráðherra beri ekki ábyrgð á valdníðslu lögreglunnar af því að starf hennar byggi á valdníðslu? Eða að hann beri ekki ábyrgð á mannréttindabrotum Útlendingastofnunar af því að mannréttindabrot séu grundvöllur stofnunarinnar?

Helgi stóð sig fjandi vel, lét viðmælandann ekki komast upp með að leiða umræðuna að öðru þrátt fyrir örvæntingarfull undanbrögð. Eina ráðið sem dugði honum til að komast í gegnum viðtalið án þess að játa beinlínis á sig meiriháttar afglöp, var hið klassíska þrautaráð, að gefa fegraða mynd af mikilvægum atburðum, mynd sem síðar kemur á daginn að stenst ekki skoðun.

En það er nú ekki það sem var merkilegast við þetta viðtal enda ekkert nýtt að pólitíkusar reyni að bulla sig út úr vandræðum. Það sem mér fannst athyglisverðast var hvernig Ögmundur afhjúpaði ömurlegan sannleika sem ótrúlega margir virðast ekki hafa áttað sig á fyrr. Þá staðreynd að íslenskir ráðamenn eru svo óvanir því að lenda í fjölmiðlamönnum sem kunna til verka, að þeir skilja ekki stöðu sína þegar þeir mæta í viðtöl. Halda í alvöru að þeir séu mættir í kurteisisboð til þess að spjalla við blaðamanninn á jafnréttisgrundvelli.

Og það er kannski ekkert undarlegt. Oftar en ekki fær maður á tilfinninguna að blaðamaðurinn sé einmitt að fara að skokka fram í eldhús til að sækja kaffi og kleinur handa gestinum.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago