Ekki víst að kærufrestur sé útrunninn

Eins og fram kom í Kvennablaðinu í gær ákvað yfirkjörstjórn í Reykjavík að gera Þjóðskrá aðvart um að einn frambjóðenda til sveitarstjórnakosninga væri ranglega skráður með lögheimili í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá barst Þjóðskrá þetta erindi föstudaginn 16. maí.

Samkvæmt 25. grein laga um sveitarstjórnakosningar er hægt að skjóta úrskurði yfirkjörstjórnar um kjörgengi til sveitarstjórnar. Lögin eru þó dálítið óljós því þar segir að hægt sé að kæra úrskurð sveitarstjórnar á sama hátt og kveðið er á um í 93. grein, þ.e.a.s. innan viku. Það er hinsvegar ekki tekið fram hversu hversu lengi er hægt að skjóta úrskurði yfirkjörstjórnar til sveitarstjórnar. Ég spurði Tómas Hrafn Sveinsson sem á sæti í yfirkjörstjórn hvernig bæri að túlka þessi lög. Hann tók undir það sjónarmið að það væri vafamál en taldi að sveitarstjórn yrði að taka afstöðu til þess ef henni bærist kæra.

Samkvæmt því er hugsanlega enn hægt að skjóta til sveitarstjórnar þeirri ákvörðun yfirkjörstjórnar að samþykkja framboðslista Framsóknar og flugvallarvina.  Ekki hefur komið fram að neitt framboðanna hafi gert það eða hyggist gera það. Ef til vill skýrist það af því að fylgi listans er afleitt samkvæmt skoðanakönnunum.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago