Eftir hverju er ríkissaksóknari að bíða?

Þjóðþekktur maður og ung unnusta hans liggja undir grun um að hafa framið svívirðilegan glæp. Meira en þrír mánuðir eru liðnir síðan stúlkan lagði fram kæru. Á þessum 14 vikum sem liðnar eru frá því að málið komst í fjölmiðla, hefur lögreglan sent málið til ríkissaksóknara, sem aftur henti málinu í lögguna. Löggan  hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu að málið sé dómtækt því nú berast fréttir af því að ríkissaksóknari ætli að taka sér tvo mánuði í að ákveða hvort hún gefur út ákæru eður ei.

Á meðan bíður 18 ára stúlka niðurstöðu í máli sem að líkindum er það erfiðasta sem hún hefur gengið í gegnum á sinni stuttu ævi. Meintir gerendur hafa áreiðanlega ekki upplifað neitt erfiðara heldur. Það að málið hefur verið rekið í fjölmiðlum, og það að þekktur maður á í hlut, gerir þetta mál óvenju erfitt, fyrir alla sem í hlut eiga. Maður hefði haldið að þessvegna yrði þessu máli flýtt eins og mögulegt er.

Hversvegna tekur þetta svona langan tíma og hversvegna eru lögreglan og ríkissaksóknari að kasta þessu máli á milli sín eins og heitum knetti sem enginn vill snerta? Af hverju er ekki löngu búið að gefa út ákæru í málinu ef það er rétt sem komið hefur fram í DV að sönnunargögn á borð við læknisaðgerð liggi fyrir? Nú þekki ég ekki vinnuferli ríkissaksóknara en væri ekki eðlilegt, svona í ljósi þess að þetta er viðkvæmt mál sem hefur fengið mjög mikla fjölmiðlaumfjöllun, mál sem snertir barnunga manneskju, að setja það í algeran forgang?

Er lögreglan virkilega ekki búin að rannsaka málið nógu vel til að auðvelt sé að skera úr um hvort það á heima fyrir dómstólum eða ekki? Hvar er læknisskýrslan? Hvar er framburður leigubílstjóra sem að sögn DV varð vitni að atburðum sem ganga mannráni næst?  DV segir líka frá skilaboðum frá stúlkunni sem vinkonu hennar bárust um nóttina, þar sem fram kemur að þau vilji kynlíf með henni en hún kæri sig ekki um það. Einnig að daginn eftir hafi borist skilaboð frá parinu um að hún ætti að halda þessu leyndu. Nú er hægt að finna textaboð og talhólfsboð þannig að það er  auðvelt að færa sönnur á þetta. Rifnar sokkabuxur sanna ekkert einar og sér en þegar þær bætast við allt annað þá hefði maður haldið að máli lægi nokkuð ljóst fyrir.

Af hverju er ekki borðleggjandi að ákæra í þessu máli?  Hefur ríkissaksóknari einhverja ástæðu til að halda þremur manneskjum og fjölskyldum þeirra í gíslingu eða finnst henni málið bara nógu óþægilegt til að ýta því á undan sér?

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago