Bréf til fangelsismálastjóra

Sæll Páll

Fangelsismálastofnun hefur ekki svarað nokkrum spurningum sem ég sendi henni í gær og varða fréttir af því að refsifangi afpláni dóm utan fangelsis. Í dag hefur komið fram í fréttum að talsmenn stofnunarinnar muni ekki tjá sig um einstök mál svo ég á ekki von á þvi að fá fullnægjandi svör við þeim spurningum mínum sem varða Baldur Guðlaugsson. Ég mun því ekki spyrja frekar um mál Baldurs þótt það sé vissulega áhugavert, heldur óska ég svara þinna við nokkrum spurningum sem ekki varða ákveðna einstaklinga en tengjast upplýsingum sem Smugan hefur eftir þér um almennar reglur.


Í frétt Smugunnar í dag er haft eftir þér að almenna reglan sé sú að ef manneskja er dæmd í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi og uppfyllir skilyrði um reynslulausn að afplánuðum helmingi refsitímans, þá geti hún sótt um að vistast á áfangaheimili Verndar.  Hvar er þessi almenna regla skráð?

Í 47. grein laga um fullnustu refsinga, segir um leyfi til afplánunar utan fangelsis: „Slíkt leyfi er að jafnaði ekki veitt fyrr en fangi hefur afplánað þriðjung refsitímans, þó að lágmarki eitt ár.“ Hvernig kemur hin almenna regla sem þú  vísar til heim og saman við þessa lagagrein?

Í reglum Verndar segir að menn skuli að jafnaði hafa afplánað þriðjung dóms í almennu fangelsi eða samfélagsþjónustu til að fá inni á Vernd. Hvernig samræmist hin almenna regla um að maður með tveggja ára fangelsisdóm fari á Vernd eftir 6 mánaða afplánun þessum reglum?

Hversu margir fangar hafa á síðustu 5 árum fengið inni á Vernd eftir að hafa afplánað fjórðung dóms eða minna í almennu fangelsi? Hversu margir þeirra höfðu þá setið inni skemur en eitt ár?

Hversu mörg gistirými eru á Vernd?

Er áfangaheimili Verndar notað til að vista þá fanga sem þurfa á stuðningi að halda til að fóta sig í samfélaginu eða er það e.t.v. frekar notað til að verðlauna fyrirmyndirfanga?

Hversu mörgum föngum hefur verið synjað um vist á Vernd vegna plássleysis eða þeir þurft að bíða eftir að komast að á Vernd, vegna plássleysis, á undanförnum 5 árum?

Hvernig er þörf fanga fyrir hæga aðlögun að samfélagi og vinnumarkaði metin? Athugaðu að ég er ekki að spyrja um þau skilyrði sem menn þurfa að uppfylla til að fá inni á Vernd, heldur að velta því fyrir mér hvaða forsendur séu lagðar til grundvallar þegar metið er hvort menn þurfi aðstoð við að fóta sig í samfélaginu,

Ef eftirspurnin eftir plássum á Vernd er meiri en framboðið, hver metur það þá hvaða fangar hafi mesta þörf fyrir að komast á áfangaheimili?

Með von um skjót og nákvæm svör
kveðja
Eva Hauksdóttir

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago