Ráðist gegn Nornabúðinni |
Ég þakka öllum þeim sem hafa haft samband við mig til að lýsa samstöðu, mér þykir vænt um það. Ég vil biðja þá sem fordæma þennan verknað samt að fara varlega með orð. Þetta var ekki ofbeldisverk, heldur skemmdarverk, sem er allt annað.
Það er allt í lagi með mig. Það er ömurlegt fyrir fólkið sem býr í húsinu að hafa vaknað við rúðubrot tvær nætur í röð og en ég er virkilega heppin, því þetta bitnar svosem ekki á mér að neinu öðru leyti en því að ég þurfti að sópa upp glerbrotum. Ekki einn hlutur skemmdist, nema rúðurnar, og tryggingarnar borga þær. Samt voru postulínsbollar og glerstaup í gluggunum svo það verður varla skýrt með öðru en göldrum að ekkert skyldi brotna.
Nágrönnum mínum sem tvær nætur í röð hafa staðið í því að kalla út lögreglu og bíða svo eftir að ég kæmi á staðinn, kann ég bestu þakkir og ekki síður þeim sem tók niður bílnúmerið.
Ég tel ekkert vafamál að þessi rúðubrot eigi að fela í sér skilaboð til mín um að hætta að rífa kjaft og/eða taka þátt í róttækum mótmælaaðgerðum. Það er greinilega ekki hægt að ganga að því sem vísu að allir skilji muninn á því að halda uppi andófi gegn stjórnvöldum sem fyrir utan það að hafa haldið uppi efnahagsstefnu sem hefur leitt okkur í stærsta bankahrun sögunnar, eru svo gerspillt að þau sjá ekki ástæðu til að víkja, og að ráðast á fólk sem hefur ekkert vald og hefur ekki stefnt neinum í gjaldþrot.
Ég kann þeim sem standa fyrir þessu þó góðar þakkir fyrir, því þetta varð til þess að margir minna vina og ættingja hafa skyndilega áttað sig á skynseminni í því að hylja andlit sitt við mótmælaaðgerðir.
Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…
Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…
Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…
Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…
Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…
Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…