Hvar í veröldinni, annarsstaðar en á Íslandi, myndi bæjarstjórn lýsa því yfir opinberlega að hún hafi gert rétt með því að brjóta lög? Nánar tiltekið að það sé réttmætt að brjóta gegn mannréttindum starfsmanns fyrir að lýsa afstöðu Evangelista til samkynhneigðar í bloggfærslu.

Enda þótt skoðanir Snorra séu fornaldarlegar hafa yfirvöld engan rétt til þess að takast á við þær með því brjóta gegn tjáningarfrelsinu. Það er auðvelt að finna aðrar og heppilegri aðferðir. Umrædda bloggfærslu hefði vel mátt nota til þess að stofna til umræðu um trú og samkynhneigð. Til dæmis hafa komið fram hugmyndir um að halda málþing innan skólanna. Hvað sem öðru líður er skoðanakúgun ekki réttmæt aðferð til að uppræta vond viðhorf. Bæjarstjórn Akureyrar væri betur sæmandi að gefa út yfirlýsingu um að hún skammist sín fyrir að hafa hlaupið á sig.

Það ömurlegasta við þetta mál er þó að bloggfærsla Snorra lýsir einfaldlega trúarafstöðu sem er í fullu samræmi við kenningargrundvöll íslensku ríkiskirkjunnar en hún er lúthers-evangelísk kirkja og gengur út frá hinni hommahatandi biblíu sem heilögum boðskap. Auk þess er kenningargrundvöllur kirkjunnar ýmis játningarit, þar með talin Ágsborgarjátningin frá 1530. (Svo virðist sem tenglar á upplýsingar um kenningargrundvöll kirkjunnar hafi verið fjarlægðir af vefnum en finna má pdf skjal með því að slá inn „samþykktir um innri málefni þjóðkirkjunnar“ á leitarvél google.)

Ágsborgarjátninguna má ennþá lesa hér þótt hún finnist ekki með leitarvélinni á hinni nýrri gerð netsíðu Þjóðkirkjunnar. Samkvæmt henni skal fordæma ýmsa trúarhópa svo sem múslimi. Í játningunni eru þeir einnig fordæmdir sem ekki trúa því að þau börn fari til Helvítis sem deyja óskírð og þeir sem ekki trúa á eilífa vist í Helvíti. Margt fleira mætti nefna sem er alveg jafn fornaldarlegt og skoðanir Snorra í Betel á samkynhneigð og lítill vafi á að margir myndu kalla hatursboðskap ef einhver presturinn segði hreint út, það sem satt er, að tengsl hans við Þjóðkirkjuna feli beinlínis í sér viðurkenningu á þessum hugmyndum.

Ef við gefum okkur það að vel megi banna óæskilegar skoðanir, væri þá ekki við hæfi að byrja á því að banna Þjóðkirkjuna?

[custom-related-posts title=“Tengt efni“ order_by=“title“ order=“ASC“ none_text=“None found“]

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago