Auðvitað þarf að efla SS-sveitina

Bíddu nú við! Er ekki tilgangur lögreglunnar sá að vernda hinn almenna borgara og halda uppi lögum í landinu? Samkvæmt þessu er mikilvægara verkefni að vernda valdstjórnina gegn þeim sem hún hefur brotið á. Búið að skera niður hjá efnahagsbrotadeild, Landhelgisgæslunni og umferðalögreglunni, sem allt eru deildir sem þjóna hagsmunum almennings en sú deild sem tryggast þjónar valdstjórninni er hinsvegar efld.

Auðvitað þarf að efla sérsveitina núna. Það er komið í ljós að almenningur ætlar ekkert að láta bjóða sér upp á þessa ríkisstjórn í 3 ár í viðbót og það gengur auðvitað ekki að lýðræðislegur réttur skrílsins til að reka þá sem hafa stolið, svikið, svindlað, leynt og logið, sé virtur. Þá myndi Sjálfstæðisflokkurinn tapa völdum og kannski þyrftu einhverjir flokksmenn að axla ábyrgð á glæpum sínum og vanrækslu.

Menn sem eru ‘bara að vinna vinnuna sína’ með því að brjóta niður andóf gegn valdníðslu og spillingu, skulu vita það að vinnan þeirra er sama eðlis og vinna SS sveitanna. Þar er aðeins bitamunur en ekki fjár. Þeir sem hlýða skipunum í blindni, sama hve augljóslega þær stríða gegn réttlætinu, munu nefnilega líka hlýða þegar þeir fá fyrirskipanir um að beita pyndingum og brjóta á annan hátt gegn sjálfsögðustu mannréttindum. Og kannski táknrænt að þeir flokkar sem sitja í stjórn heiti báðir nöfnum sem byrja á S.

Óslóartréð borið á bálið
admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago