Árni Páll Árnason hefur nú  legið undir feldi í fimm vikur og reynt að botna í því hversvegna í ósköpunum Samfylkingin beið afhroð í kosningunum.  Niðurstöðurnar eru eftirfarandi:

  1. Kjósendum finnst ekki gaman að vera að kikna undan skuldaklafanum og fatta bara ekki hvað Samfó hefur náð miklum árangri í efnahagsmálum.
  2. Samfó gleymdi að tala við fólkið og áttaði sig því ekki á því að kjósendur fíla ekki fjárhagsvandamál.
  3. Kjósendur héldu að Samfó hefði brugðist í Icesave málinu  og fatta ekki að þótt leiðir Samfó séu órannsakanlegar er samt stórkostlegur tilgangur með öllu hennar klúðri.
  4. Kjósendur fengu einhvernveginn þá flugu í höfuðið að Samfylkingin hefði  verið í varðstöðu fyrir fjármálastofnanir og kusu því frekar flokka sem myndu aldrei gera svoleiðis.
  5. Þar sem kjósendur töldu Samfó ganga erinda fjármálastofnana drógu þeir þá ályktun að Samfylkingin væri orðin of vinstri sinnuð.
  6. Kjósendur félagshyggjustjórnarinnar eru í raun hægri sinnaðir en fatta ekki að Samfó er samt alveg til í að vera hægri flokkur bara ef það getur komið henni til valda.

 

Ekki virðist hafa hvarflað að Árna Páli að meðferð Samfylkingarinnar á stjórnarskrármálinu hafi haft áhrif á fylgi flokksins; að minnsta kosti hef ég ekki séð neinar fréttir af því að hann hafi nefnt stjórnarskrána einu orði.

 

 

 

Einnig birt hér

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago