Það kemur svosem ekki á óvart þótt hópur fólks sem gerði tilraun til þess þjóðþrifaverks að reka þingmenn út úr Alþingishúsinu, þessu tákni lýðræðis og frelsis, haustið 2008, sé talinn slík ógn við blessað yfirvaldið að ekki dugi minna en árs fangelsi til að tryggja þeim væran nætursvefn sem skópu sprækum og sniðugum útrásarstrákum æskilegt lagaumhverfi og þeim sem þvert á fyrri yfirlýsingar, eru nú búin að selja sjálfstæði okkar í hendur alþjóða gjaldeyrissjóðsins. 

Ekki stendur hinsvegar til að refsa þeim sem settu slík lög eða stöðva þá í frekari óskunda. Flestir þeirra sitja enn á Alþingi. Aðeins þeir fáu sem sýna viðleitni til að koma fram af heilindum hrekjast burt.

Ekki kemur það mér á óvart þótt refsingar sé krafist af hálfu ríkisins. Valdsmenn, hvort sem þeir starfa innan stjórnkerfisins eða ráðskast með almenning í krafti auðs og ætternis, hafa sannarlega ástæðu til að óttast þá sem sjá í gegnum þá og gera eitthvað í því, en aum er sú þjóð sem lætur það viðgangast að þeir sem rísa gegn spillingu og valdníðslu séu teknir úr umferð.

Þegar stjórnvöld sýna almenningi yfirgang, eru minniháttar uppreisnir, bogaraleg óhlýðni og skemmdarverk þau ráð sem fólk beitir og mun áfram beita til að fá áheyrn. Harðræði gegn slíkum aðgerðum elur af sér ótta en aðeins hjá sauðmúganum. Þeir sem hafa þó meiri réttlætiskennd en úldið ýsuflak, bregðast hinsvegar við óeðlilegri hörku með reiði og aðgerðum, Og mikil og langvarandi reiði elur af sér hatur, stundum dýpra og öflugra hatur en svo að yfirvaldið ráði almennilega við það.

Með kröfum sínum nú er ákæruvaldið að kalla á vopnaðar árásir. Verði þessum fáránlegu kröfum ákæruvaldins ekki hafnað, er þess ekki langt að bíða að óeirðir að grískri fyrirmynd verði jafn sjálfsagðar og útifundir hinna brjóstumkennanlegu hagsmunasamtaka heiglanna. Með viðbrögðum sínum við hóflegum mótmælaaðgerðum er íslenska réttarkerfið ósköp einfaldlega að ala upp hryðjuverkamenn.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago