Síðustu daga hafa farið fram á þessu bloggi áhugaverðar samræður um rasisma. Kynþáttahatarar hafa mjög merkilega sýn á sagnfræði sem og önnur vísindi. Ég hef tekið saman helstu niðurstöður og held ég nú áfram þar sem frá var horfið.

Aðskilnaður menningarheima er semsagt að mati kynþáttahatara, lykilatriði í allri menningarþróun enda geta ólíkir menningarheimar alls ekki blandast. Fólk getur einungis orðið fyrir minniháttar áhrifum en aldrei neinu sem skiptir verulegu máli.

Þorkell Ágúst hefur lítinn skilning á þessari kenningu og bendir á nokkur dæmi um mikil áhrif milli menningarheima, þ.á.m. sögu rokk-, blús- og jazztónlistar. Samkvæmt skilningi þeirra tónlistarmanna og sagnfræðina sem mest hafa skrifað um tónlistarsögu, eru þessar tónlistarstefnur undir sterkum áhrifum frá þremur menningarheimum og hreint ekki alltaf auðvelt að átta sig á því hvað er fengið hvaðan. Nú er Þorkell náttúrulega barn síns tíma og hefur hreinlega ekki fengið rétta uppfræðslu þannig að hann tyggur þessar skýringar upp gagnsýnislaust. Til allrar hamingju leiðréttir Mjölnir hugmyndir hans um þessa óheilbrigðu menningarblöndun og útskýrir fyrir okkur að á sama hátt og arabar þróuðu stærðfræðina í raun ekkert, heldur varðveittu aðeins uppgötvanir Grikkja, voru áhrif afríkumanna á rokk og jazz í raun sáralítil. Með hans eigin orðum:

„Þeir notuðu vestræn hljóðfæri og lagagerð sem var mun flóknari heldur en upprunaleg Afrísk tónlist, þeir breyttu bara taktinum á vestrænum dægurlögum.“

Þrátt fyrir þetta upplýsandi svar, lætur Þorkell sér ekki segjast. Hann fullyrðir eins og asni að uppruna margra þeirra hljóðfæra sem einkenna þessar tónlistarstefnur megi rekja til semíta. Gítarinn, helsta verkfæri rokktónlistarmanna sé m.a.s. upprunninn í Asíu en arabar hafi svo kynnt hann fyrir Evrópubúum. Bæði hljóðfærin og nútíma popptónlist séu þannig dæmi um vel heppaða menningu sem hafi orðið til þar sem margir straumar komu saman.

En Mjölnir lætur ekki að sér hæða enda hefur hann yfir að ráða heimildum sem eru flestum nútímafræðimönnum gerókunnar enn. Hann uppfræðir okkur:

„Evrópubúar hafa komið mikið af strengjahljóðfærum sem hafa verið frumkvöðlar af nútíma gítarnum, hinsvegar hef ég ekki heyrt um áhrif araba á gítarinn í dag. Hvaða reglur voru í hefðbundri „hvítri“ tónlist? Þeir breyttu taktinum aðalega, annarsvegar var þettað vestræn hljóðfæri, jafn flókin og vestræn nótnasamsetning sammt öðruvísi, en í raun þeirra útgáfa af okkar menningu þar sem Afrísk tónlist fyrir var einfaldur trommusláttur og söngur.“

Jahá, þar hafiði það. En þrákelkni þjóðarmorðssinnans Þorkels er enn ekki á undanhaldi. Hann heldur fast við þá kenningu að bæði blús og jazz hafið verið töluvert meiri nýjungar í tónlist en svo að sé hægt að afgreiða málið með því að taktinum hafi bara verið breytt. Hann er alls ekki tilbúinn til að trúa skýringum Mjölnis og heimtar nú heimildir, m.a.s. tilvitnun í virtan fræðimann.

Mjölnir svarar að bragði:

„ég las þettað í bók einhverntíman“

Já, það er náttúrulega ekki von að svo víðlesinn maður geti munað hvaðan hann hefur visku sína en nú vitum við þetta allavega; rokk, blús og jazztónlist eru eins og önnur merkileg menningarfyrirbæri alfarið verk hvíta mannsins, svertingjar lögðu ekkert til hennar annað en að breyta taktinum aðeins.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago