Allt efni

Dýrin útí Afríku 1 – Murchinsons

Langsokkur negrakóngur fór með okkur í tveggja daga fer í Murchinsons Falls þjóðgarðinn. Við gistum í tjöldum sem voru með uppbúnum rúmum og rafmagni og klósett of sturta fyrir utan. Æðislegt veitingahús sem tilheyrir tjaldstæðinu. Við keyptum svona helgarpakka. Því fylgdi frábært morgunverðarhlaðborð, súpa og salat í hádeginu og við fengum að velja um 2 forrétti 3 aðalrétti og 2 eftirrétti á dag. Svo var auðvitað bar og hægt að fá brennivín að hætti héraðsins – sem er ekki ólíkt gini. Mesta ævintýrið var samt auðvitað að fara inn í þjóðgarðinn og sjá dýrin.  Þessar myndir eru frá fyrri hluta fyrri dagsins.

Oribi er vasaútgáfa af antilopu. Axlarhæð frá jörð er aðeins um 60 cm á fullorðnu dýri.


Bambi litli – eða einhver smávaxinn ættingi hans

Jackson’s Hartebeest. Fallega ófríð, stórvaxin hjartartegund. Þessir hirtir eru um allt í þjóðgarðinum en eru sumsstaðar í útrýmingarhættu,

Úgandahjörtur

Ég vildi að við hefðum náð betri fjölskyldumynd. Grislingarnir eru ekkert lítið krúttlegir.

Villisvín setja halann upp í loftið til að gefa til kynna að þau telji enga ástæðu til að óttast. Fuglar fylgja þeim og éta af þeim sníkjudýr. 

Bavíanar eru allsstaðar í þjóðgarðinum. Langsokkur negrakóngur sagði okkur að passa myndavélina vel því þeir eiga það til að teygja sig inn um bílglugga og ná sér í hluti sem þeim þykja ásjálegir. Nema tilgangurinn sé sá að hrekkja ferðamenn.

Fiskiörn

Ungir gírafar reyna með sér með því að dansa í hring 

Eftir nokkra hringi reiðir annar til höggs og lemur hinn með hausnum.

Þessi minnir dálítið á Yasser Arafat

Jackson’s Hartebeest. Fallega ófríð, stórvaxin hjartartegund. Þessir hirtir eru um allt í þjóðgarðinum en eru sumsstaðar í útrýmingarhættu.

Deila færslunni

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir
Tags: Ferðalög

Recent Posts

320 dögum síðar

Benjamin Julian tók myndina Sennilega hefur mér aldrei orðið minna úr verki en árið 2018.…

54 ár ago

Góðra vina fundur

Mér finnst þessi mynd svo táknræn. Katrín Jakobsdóttir í snertifæri við bæði Theresu May og Erdoğan.…

54 ár ago

Fjórum mánuðum síðar

Í dag er ársfjórðungur síðan fréttist að bandamenn okkar í Nató hefðu drepið Hauk í…

54 ár ago

My Reply to Turks’ Hatemail

Dear Erdoğan worshippers who have been sending me hate mail Do you really think that…

54 ár ago

Svar mitt við haturspóstum Tyrkja

Originally published in English Kæru Erdoğandýrkendur sem hafið sent mér haturspósta Haldið þið virkilega að…

54 ár ago

Yfirlýsing vegna fánabrennu

Kallað hefur verið eftir skýringum á því tiltæki að brenna tyrkneska fánann framan við Utanríkisráðuneytið…

54 ár ago