Allt efni

Fyrsta minningin

Ekki man ég hvernig það kom til að á þessum degi fyrir 9 árum hef ég rifjað upp fyrstu minningu mína um eldri drenginn minn.

Hann fæddist þegjandi. Þrátt fyrir að vera tímanlega á ferðinni (3 vikum fyrir tímann) hélt hann höfði frá fæðingu. Hann var loðinn í framan og á herðum en hárin hrundu af honum nokkrum dögum síðar. Hann var viku á vökudeild því hann þurfi hitakassa og næringu í gegnum nef en það var ekkert að honum.

Haukur 6 daga gamall. Grímur Bjarnason tók myndina

Þetta ljóð skrifaði ég einhverntíma nálægt fyrsta afmælisdeginum hans.

Það rigndi
daginn sem þú komst í heiminn.

Ég horfði á regnið lemja glugga fæðingarstofunnar
á gráasta degi þessa sumars
og fann minna fyrir eftirvæntingu en þreytu.

Anda, ýta, anda, ýta,
ætlar þetta aldrei að taka enda?
Regnið hætt að lemja
og ég tel dropana sem renna niður rúðuna
hægar
og hægar.

Svo ein hríðin enn
og skyndlilega –
fagnandi rödd ljósmóðurinnar:
„Sjáðu, sjáðu strákinn!“
og eitthvað heitt og blautt á maganum
og tvö lítil augu
sem horfa.

Tvö lítil, dökk augu
sem horfa,
rannsakandi,
hljóðalaust.
Hvernig er það annars með svona börn,
eiga þau ekki að gráta?

Loksins org
og leitandi munnur
Og alla tíð síðan
sól.

Eva Hauksdóttir

View Comments

  • Þetta er sko alvöruviðburður, þú gleymir þessu örugglega aldrei! Allt í lagi að halda þessu til haga, og líka að segja okkur frá því!! Gangi þér vel, mamma mín bjó til 8!

Recent Posts

Do I?

3 ár ago

Þremur árum síðar

Í dag eru liðin 3 ár síðan ég varð að leggja bílnum mínum vegna þess…

3 ár ago

Ávarp Steinunnar á Austurvelli 9. júní 2019

Haukurþú sem ert okkur týndur.Er rökrétt að tala um þig, hér á þessum stað, í…

3 ár ago

Dáinn, ekki grafinn, en gleymdur?

Nú á laugardag, þann 6. mars, verða liðin 3 ár frá því að við fengum…

3 ár ago

Balkan Bandið – janúar 2015

Haukur fór í tónlistarnám á fullorðinsaldri, lærði á þverflautu og spilaði með skólahljómsveit. Þetta myndband…

3 ár ago

Um Skugga ástarinnar

Einar Steinn Valgarðsson skrifar Dengbêjinn. Há, tregafull rödd. Hæg. Hljómþýð. Orð bindast orðum. Orðaflóð. Eða…

3 ár ago